fyrir áhugasama þá er þetta íbúðin sem að við verðum öll í á meðan við djömmum feitast yfir kjötkveðjuhátíðina, þess má geta að ég og melkorka, þar sem að við erum eina parið í ferðinni, verðum auðvitað í hjónarúminu...
íbúð
Monday, October 29, 2007
Friday, October 26, 2007
Viva Las Vegas

Þetta er semsagt turninn sem er alltaf sýndur þegar myndir eru sýndar af Las Vegas í sjónvarpinu, eins og t.d. CSI ;) Á turninum er m.a. rússíbani !!! Sem ég ætla mér reyndar ekki að nýta, eeen alltaf gaman að hafa valkostinn ;)
Ég er orðin svo spennt að eyða jólunum þarna.
Hugmynd Gunna að aðfangadegi er að panta Roomservice, Roomservice JÁ TAKK !!
Svo ef ykkur langar til að senda okkur jólapakka - sem eru by the way MJÖG VEL ÞEGNIR - þá er þetta heimilisfangið okkar yfir jólin :D
Stratosphere Las Vegas
2000 Las Vegas Boulevard South
Las Vegas, NV 89104
Hasta la vista beibeeeeee


Thursday, October 25, 2007
1/3 búinn
ég og siggi skelltum okkur í sprautur í dag og þó ég segi sjálf fá stóðum okkur eins og hetjur...gunni minn kom samt með til vonar og vara...hann er svo hugulsamur þessi elska...nema að hann hafi verið að vonast til að sjá tár... en þá er eftir að fara tvisvar...verður voða fínt þegar að þetta er yfirstaðið, þá er í rauninni ekkert eftir nema að kvíða fyrir rúmlega sólarhringslöngu ferðalagi og ég veit ekki hvort að siggi mun koma lifandi útúr þessari ferð...ég á sjálfsagt eftir að nöldra hann til dauða hehe (hata að fljúga :(...) en efað barinn er opinn verður þetta sjálfsagt í lagi...vonum allavega það besta ;)
Tuesday, October 23, 2007
sprautur
þá er því sem að mig kveið mest fyrir búið...sprauturnar.
eða, samt ekki, því að ég þarf að fara aftur og láta sprauta mig meira...og svo aftur þegar ég kem heim...gaman gaman.
unnur var fyrst og massaði þetta eins og að drekka vatn.
ég lét henda unni út af stofunni því að ég vildi helst ekki að hún sæi mig grenja en svo kom bara í ljós að ég tók þessu eins og fullorðinn maður á meðan læknirinn stakk á bólakaf þriggja sentimetra langri nál í upphandlegginn á mér, ekki einni heldur þremur.
siggi zúúber og melkorka fara svo á fimmtudaginn og óska ég þeim góðs gengis.
eða, samt ekki, því að ég þarf að fara aftur og láta sprauta mig meira...og svo aftur þegar ég kem heim...gaman gaman.
unnur var fyrst og massaði þetta eins og að drekka vatn.
ég lét henda unni út af stofunni því að ég vildi helst ekki að hún sæi mig grenja en svo kom bara í ljós að ég tók þessu eins og fullorðinn maður á meðan læknirinn stakk á bólakaf þriggja sentimetra langri nál í upphandlegginn á mér, ekki einni heldur þremur.
siggi zúúber og melkorka fara svo á fimmtudaginn og óska ég þeim góðs gengis.
Monday, October 22, 2007
Las Vegas um jólin !
Ferðin hefst þann 18. desember kl. 17:00 !
Jólunum verður eytt í LAS VEGAS BABY !
Áramótunum verður eytt í Mexico !
Við Gunni erum búin að fjárfesta í flugmiða til Boston þar sem við munum eyða einni nótt og höldum svo áfram til Las Vegas ! Fljúgum svo líklegast til San Diego annan í jólum og hittum þar Cöru sem við förum með til Mehíkó !
Ég er búin að setja svona gróft plan hérna til hliðar.. Þið fylgist bara vel með því þar sem það á alveg örugglega eftir að breytast eitthvað ;)
Sprautur á morgun ! Vonandi fáum við leyfi til að taka myndir :)
Þangað til næst !
Ciao
Jólunum verður eytt í LAS VEGAS BABY !
Áramótunum verður eytt í Mexico !
Við Gunni erum búin að fjárfesta í flugmiða til Boston þar sem við munum eyða einni nótt og höldum svo áfram til Las Vegas ! Fljúgum svo líklegast til San Diego annan í jólum og hittum þar Cöru sem við förum með til Mehíkó !
Ég er búin að setja svona gróft plan hérna til hliðar.. Þið fylgist bara vel með því þar sem það á alveg örugglega eftir að breytast eitthvað ;)
Sprautur á morgun ! Vonandi fáum við leyfi til að taka myndir :)
Þangað til næst !
Ciao
Friday, October 19, 2007
2 MÁNUÐIR !!
Jihh dúddamía !!
Þegar við Gunni byrjuðum að plana ferðina okkar þá var ÁR þangað til við myndum fara . Drep leiðinlegt að plana eitthvað svona rosalegt með svona löngum fyrirvara, tíminn getur liðið soldið hægt... eða þannig. Núna eru akkúrat tveir mánuðir þangað til við förum út og aðeins nokkrar dagar í sprauturnar ! Hlakka svolítið til að fara með Herra Sprautufóbíu :D hihihihi....
Ég veit reyndar ekki hversu margar sprautur ég þarf að fara í þar sem ég fór í þó nokkrar sprautur hérna í "denn" ;)
Við erum að reyna að koma einhverri mynd á jólin okkar... Verðum líklegast í LAS VEGAS BABY um jólin :D Ég verð að hafa mikið fyrir stafni um jólin svo ég fái ekki heimþrá þar sem ég er mesta jólabarn EVER ! Það verður mjög skrýtið að vera ekki með familíunni um jólin.. en svo lengi sem ég hef hann Gunna minn þá er ég sátt :D
Þangað til næsta,
OVER AND OUT
Þegar við Gunni byrjuðum að plana ferðina okkar þá var ÁR þangað til við myndum fara . Drep leiðinlegt að plana eitthvað svona rosalegt með svona löngum fyrirvara, tíminn getur liðið soldið hægt... eða þannig. Núna eru akkúrat tveir mánuðir þangað til við förum út og aðeins nokkrar dagar í sprauturnar ! Hlakka svolítið til að fara með Herra Sprautufóbíu :D hihihihi....
Ég veit reyndar ekki hversu margar sprautur ég þarf að fara í þar sem ég fór í þó nokkrar sprautur hérna í "denn" ;)
Við erum að reyna að koma einhverri mynd á jólin okkar... Verðum líklegast í LAS VEGAS BABY um jólin :D Ég verð að hafa mikið fyrir stafni um jólin svo ég fái ekki heimþrá þar sem ég er mesta jólabarn EVER ! Það verður mjög skrýtið að vera ekki með familíunni um jólin.. en svo lengi sem ég hef hann Gunna minn þá er ég sátt :D
Þangað til næsta,
OVER AND OUT
Monday, October 15, 2007
planið
ég og unnur erum að fara í sprautur í næstu viku. erum búin að bóka miða frá íslandi til bandaríkjanna um 19.des. fljúgum svo frá bandaríkjunum til guatemala um kvöldið 6.jan og lendum í guatemala morguninn 7.jan. eftir það er ferðinni heitið til rio þar sem við munum hitta á melkorku og sigga um 26jan. og tjútta þar eins og djöfullinn sjálfur sé skífuþeytir. gerum ráð fyrir að fljúga frá brasilíu þegar okkur hentar til perú og eftir það mun allt gerast bara eftir okkar hentileika. löndin sem planað er að kíkja í eru einnig chile og argentína, en í hvorri röð eða hvenær fer bara eftir því hvenær við fáum leið á viðkomandi löndum og hvort er heppilegra. myndir frá sprautunum eru planaðar svo lengi sem að læknirinn hafi ekkert á móti því, ég geri ráð fyrir því að taka þessu með karlmannlegri ró sem íslenskum manni er einstakt (ég er með nálafóbíu dauðans).
Friday, October 12, 2007
Farseðlar
Jæja... núna eru farseðlarnir komnir á e-mailin okkar og okkur eru allir vegir færir núna. Nokkrir dagar bara í þetta í rauninni, verðum bara að drífa okkur að lifa núna í þrjá mánuði og svo njóta lífsins í þrjá mánuði :) Allavegana ég og melkorka.
Tuesday, October 9, 2007
Vei !
Komin bloggsíða fyrir okkur :)
Styttist í herlegheitin, rétt rúmir 2 mánuðir !!!!!!!!!
Setti inn link til hliðar á myndasíðuna okkar :)
SKÁL
Styttist í herlegheitin, rétt rúmir 2 mánuðir !!!!!!!!!
Setti inn link til hliðar á myndasíðuna okkar :)
SKÁL
Subscribe to:
Posts (Atom)