Monday, October 15, 2007

planið

ég og unnur erum að fara í sprautur í næstu viku. erum búin að bóka miða frá íslandi til bandaríkjanna um 19.des. fljúgum svo frá bandaríkjunum til guatemala um kvöldið 6.jan og lendum í guatemala morguninn 7.jan. eftir það er ferðinni heitið til rio þar sem við munum hitta á melkorku og sigga um 26jan. og tjútta þar eins og djöfullinn sjálfur sé skífuþeytir. gerum ráð fyrir að fljúga frá brasilíu þegar okkur hentar til perú og eftir það mun allt gerast bara eftir okkar hentileika. löndin sem planað er að kíkja í eru einnig chile og argentína, en í hvorri röð eða hvenær fer bara eftir því hvenær við fáum leið á viðkomandi löndum og hvort er heppilegra. myndir frá sprautunum eru planaðar svo lengi sem að læknirinn hafi ekkert á móti því, ég geri ráð fyrir því að taka þessu með karlmannlegri ró sem íslenskum manni er einstakt (ég er með nálafóbíu dauðans).

3 comments:

Kiddi said...

Hmmm... Gunnz, Unnz, Zúúberinn, hvað mun Melkorka kalla sig? Eins gott að það verði eitthvað í líkingu við Melz eða Zorka.

Anonymous said...

Djöfull öfunda ég ykkur.... ;)
kv.
Olz..nei ég er víst ekki í þeim klúbbi..þarf að vera á klakanum 4ever and ever -Ólafía-

Anonymous said...

Flott síða vona að þið verðið dugleg að blogga :) kv. Ástrós Lilja systir unnar