Monday, March 24, 2008

MYNDIR !!!!!!

Já loksins fann ég stad og stund til ad setja inn einhverjar myndir frá Argentínu, Chile og Bólivíu !
Annars erum vid komin yfir til Perú.. og verdum ad segja ad okkur hálfpartinn létti bara vid thad eitt ad labba yfir landamaerin.. Bólivía var ekki alveg ad gera sig thví midur. En Perú er yndisleg.. so far. Búin ad vera hérna í sólahring og erum gjorsamlega ad taema peningaveskin hérna !!!!!
Forum til Cuzco í fyrramálid og reynum ad finna okkur ferd sem fyrst ad Machu Picchu, sem ég get ekki bedid eftir !

Skodid myndirnar,
thangad til naest.. verid hress, ekkert stress, bless bless...

Saturday, March 22, 2008

Afsloppun vid Lake Titicaca..Peru a morgun !

Já thad er búid ad vera mikil keyrsla á okkur sídan vid fórum frá Chile og var thví ákvedid ad taka góda afsloppun hérna vid Lake Titicaca, Bólivíu megin. Lake Titicaca er í 3820 metra haed og bara svo thid gerid ykkur grein fyrir staerdinni á thví thá er thad 230 km langt og einhverjir 90 km á breidd !! Thad naer thví yfir til Peru líka. Ofbodslega fallegt vatn. Erum a svaka fínu hóteli med útsýni yfir vatnid. Gódur stadur til ad slappa af og hlada batteríin fyrir naesta spretthlaup!

Thar sem thad hefur verid mikil keyrsla hjá okkur hérna í Bólivíu thá hefur ekki gefist tími til ad skrifa neitt um Bólivíu... svo thid fáid thví of stóran skammt af bloggfaerslu núna !!!

Vid fórum frá Chile 16. mars í 3ja jeppaferd um Bólivíu. Landamaeri Bólivíu voru bara grín ! Bara einn lítill moldarkofi i midri eydimorkinni og ekkert í kring ! Ég aetladi varla ad trúa thessu! En allt gekk vel og fengu G&M stimpil í fallega neydarvegabréfid sitt ! Á leidinni á fyrsta svefnstadinn okkar stoppudum vid á nokkrum votnum, eitt var hvítt, eitt var graent og eitt var rautt. Og fullt af flamengó fuglum. Stoppudum líka vid "ledjugeysi". Their kalla thetta geysi, en er ekki eins og geysirinn okkar... Bara 120 grádu heitur ledjudrullupollar hehe... Pant ekki detta thar ofan í ! Fyrsta daginn okkar fórum vid haedst upp í 5400 metra haed ! Fyrsta gististadurinn okkar var í 4900 metra haed og madur fann líka alveg vel fyrir thví !! Melkorka vard alveg fárveik og aeldi, og thad sama gerdist fyrir annan strák sem var med okkur í hóp. Ég sjálf (Unnz) var med stanslausan hausverk í 3 daga, alveg yndislegt ! En hérna í Andes londunum eru "Coca leaves" leyfileg, og tuggdi madur thad eda setti út í heitt vatn til ad losna vid oll óthaegindin... sem virkadi alveg furdu vel.. en get ekki sagt ad thad sé gott á bragdid !!
Dagur tvo! Rise and shine kl. 7, morgunmatur og jeppinn hladinn aftur. Keyrdum gegnum eydimorkina eftir hraedilegum vegum, sáum villt Lamadýr, einn villtan strút, helling af flamengo fuglum og helling af votnum ! Annar gististadurinn okkar var Salt hótel. Thar var allt gjorsamlega búid til úr salti, hótelid, bordin, stólarnir, rúmin... gólfin voru bara salt ! Tharna vorum vid adeins búin ad laekka okkur í haed og vorum "bara" í 3600 metra haed, en madur fann strax muninn.
Hótelid okkar var alveg vid heimsins staersta Salt flats (salteydimork). Ekki nema 12.000 ferkm. ad staerd !!! Svo thad var vaknad snemma naesta morgun og keyrt ad saltinu. Vid keyrdum thvert yfir eydimorkina, sem tók einhverja 4 tíma... med nokkrum stoppum... Stoppudum m.a. á einhverri eyju sem var full af kaktustum. Stoppudum líka á odrum stad thar sem vid sáum hvernig their vinna úr saltinu. Vid keyptum okkur 1 kíló af salti á 5 ískr. hehehe.
Lokaáfangastadurinn okkar var Uyuni. Thar var okkur hent út úr jeppanum. Uyuni er rosalega róleg borg/baer.. Madur heyrdi varla hljód frá bílunum. Vid vorum ekkert svakalega hrifin og ákvádum thví ad taka naeturrútu yfir til Sucre ! Svakalega gód hugmynd !! 11 klst rútuferd, í rútu sem var vid thad ad lidast í sundur, keyrdum eftir verstu malarvegum í heimi og ekkert klósett um bord ! Vei! Stoppudum einu sinni á leidinni og thad var eftir 6-7 klst og thar var ekkert klósett í bodi ! Vei ! Ég hélt ad thessi rútuferd myndi aldrei taka enda ! En ótrúlegt en satt komumst vid á áfangastad og hentumst á naesta hostel. Gaurinn í móttokunni aetladi aldrei ad vakna ! Vid dingludum milljón sinnum... enginn kom til dyra.. Siggi komst svo ad thví stuttu seinna ad vid gátum opnad hurdina sjálf tihi... Thá lá gaurinn steinsofandi í sófanum og tók okkur nokkurn tíma ad vekja manninn.. sem var alveg ábyggilega áfengisdaudur !!
Fyrsti dagurin okkar í Sucre fór bara í rugl... vorum algjorlega búin eftir thessa ferd ! En daginn eftir fórum vid ad sjá risaedlufótspor sem voru fundin fyrir 25 árum ! Thad var býsna magnad !! Ég hélt í fyrstu ad thetta vaeri eitthvad plat.. en svo er ekki.. Allir helstu sérfraedingar hafa komid og skodad thetta og fengu thau stadfest 1998 ad thetta vaeru 68 milljóna ára gomul risaedlufótspor. Thegar risaedlurnar skildu eftir sig thessi fótspor var jordin alveg flot, en núna er thetta ordin 90 grádu klettur ! Thetta er heimsins staersti flotur af risaedlufótsporum sem hafa fundist.
Okkur bara hálf leiddist tharna í Sucre.. og líkadi eiginlega ekki vel tharna.. Vid erum í rauninni ekki alveg ad fíla okkur hérna í Bólivíu. Fátaektin hérna er svo hrikaleg, og erfitt ad hafa mannleg samskipti vid fólk hérna. Their eru ekki ennthá búnir ad átta sig á thví ad túrisminn er gódur fyrir landid ! Talandi um fátaektina.. Fólk gjorsamlega eltir mann á rondum ad sníkja pening, madur sér lítil born skítug upp fyrir haus og thjást af naeringaskorti. Vid sáum m.a. lítinn strák, sem hefur ekki verid meira en 4 ára gamall, kúka ofan í nidurfall út á gotu !!
Vid bókudum okkur í rútu til La Paz... 12 klst ferdalag. Vid spurdum audvitad ad thví ádur en vid keyptum midana hvort thad vaeri klósett um bord, audvitad er klósett um bord var svarid... En thegar vid komum um bord komumst vid ad thví ad thad var klósett.. en thad var bilad ! Jess... En vid stoppudum einu sinni á leidinni og fengum thá ad hoppa á klósettid !
La Paz er eiginlega furdulegasta hofudborg sem ég hef komid til... stórborg med smábaejarbrag á sér, lítil nidurnídd múrhús byggd upp í haedina. Vid fórum bara beint inn á rútustodina og keyptum okkur mida til Lake Titicaca, sem fór 30 mín seinna. 3 1/2 tími sagdi konan sem seldi okkur midana.. en gleymdi greinilega ad taka inn í reikninginn ALLA UMFERDINA á leidinni !! Fostudagurinn langi og audvitad oll thjódin á leidinni út úr baenum á sama tíma !! 2 akreina gata var ordin ad 4 akreina gotu, fólk bara keyrdi einhvern veginn og var alveg sama um allar umferdareglur! Madur sá líka fólk labbandi og hjólandi medfram veginum.. fólk gerir thad víst, labbar ad Lake Titicaca... Pant ekki ég ! Thegar vid vorum búin ad keyra í smá tíma medfram vatninu kemur starfsmadur í rútunni og segir ad vid thurfum ad fara út úr rútunni, labba nidur ad bryggju og fara med ferju yfir og hitta rútuna svo thar. Yndislegt skipulagid hérna í Bólivíu. Ein rod til ad kaupa mida med ferjunni svo onnur rod til ad komast í ferjuna, kjánalegt !
Jaeja vid komumst loksins ad Copacabana (baerinn sem vid erum í vid vatnid) 5 1/2 tíma seinna.. og mikid var ég fegin ad vid vorum búin ad bóka okkur gistingu. Búin ad vera á ferdalagi i 18 tíma og skrilljón fullar rútur af ferdamonnum.. ekki mikid laust á gististodunum hérna.
Hér verdur bara afsloppun og ekkert gert... nema sumir sem kunna ekki ad slaka á eru ad fara i ferd út á einhverja eyju í vatninu.

Á morgun leggjum vid af stad til Perú. Verdum í bae sem heitir Puno og er líka vid Titicaca vatnid, slokum thar á í 2 daga og leggjum thá af stad til MACHU PICCHU ! loksins !!!! Forum fyrst í einn bae sem heitir Cuzco og finnum okkur ferd til Machu Picchu.

Jaeja thetta er ordid nógu helviti langt. Heyrumst í perú
BLESS !

Saturday, March 15, 2008

Bolivia naest a dagskra !

Komidi nu sael og blessud !
Vid erum nuna stodd i San Pedro de Atacama i Chile. Thetta er otrulega litill og kruttulegur baer. Bua adeins 5000 manns herna... og eg myndi svona giska a ad 90% af folkinu sem byr herna vinnur vid ferdaidnad. Mikill ferdamannabaer, enda erum vid vid thurrustu eydimork i heiminum (skv. bibliunni okkar - Lonely Planet bokinni). Rafmagnid er tekid af baenum 2 tima a dag, seinnipartinn og um nottina, klukkutima i senn. Vid komumst ad thvi i gaer thegar vid vorum ad hamast a internetinu, svo bara do allt ! Fyndid !
Strakarnir eru nuna i Sandboarding i Death Valley... vonum ad their komi lifandi til baka. Vid stelpurnar forum i verslunarferd ad kaupa hly fot fyrir Boliviu !!
I kvold forum vid svo inn i eydimorkina ad skoda stjornurnar og faum ad lita i gegnum risa stjornukiki og sjaum tha tunglid og reikistjornurnar i allri sinni fegurd!

I fyrramalid forum vid svo i 3ja daga jeppaferd yfir til Boliviu og gistum ma. a Salt hoteli a leidinni... Hotelid er semsagt buid til ur salti ! I thessari ferd faum vid ma. ad sja votn i allskonar litum, flamingo fugla og heimsins staersta Salt flats (sem er audvitad i Boliviu). Vid erum otrulega spennt fyrir thessari ferd. Nema eg er ordin pinu stressud, thar sem vid erum ad fara upp i mikla haed.. mig minnir ad Salt Flats se i ca. 4000 metra haed yfir sjavarmali... og tha getur madur ordid mjog veikur ! Ekkert svo spennandi.... en alveg thess virdi !
Vid eydum kannski viku i Boliviu og eydum svo restinni af ferdinni i Peru! Mjog spennandi timar framundan. Hlakka otrulega til ad fara til Boliviu og Peru.
Annars eru allir hressir.... fyrir utan sma hor i nefi og hostakost af og til... en hvad er thad a milli vina?
Bid ad heilsa i bili... heyrumst naest i Boliviu !!!
Tchau !
ps. Eg var ad uppfaera ferdaplanid ;)

Thursday, March 13, 2008

Antofagasta i annad sinn...

Vil bara segja hérna til ad byrja med ad Bob Dylan tónleikarnir voru gedveikir... thad var mjog gaman ad hlusta á thetta tharna thó ad umgjordin tharna á tónleikunum var ekki beint mjog gód, tók okkur svona 20 mínútur ad finna saetin okkar thví thad var í rauninni enginn sem vissi hvar thau voru og allir bentu okkur í bara einhverja átt en thau fundust ad lokum sem betur fer. Svo var ljósashowid eins og ad einhver heimilislaus róni hafi verid fenginn til ad stjórna thví... ekki illa meint en thid skiljid pointid. Annad hvort var í rauninni bara slokkt eda kveikt á ljósunum.

Lentum hérna i Antofagasta i gaer, 12.mars og erum thví hérna í annad sinn. Thetta er hinsvegar ekki mjog spennandi stadur og thessvegna erum vid ad fara hédan sem fyrst. En ádur en vid gerum thad thá ákvádum vid ad fara í túr í dag sem inniheldur ferd ad stad sem heitir einhverju skemmtilegu nafni en thad er stadur vid sjóinn thar sem vid sjóinn sem er ofan á svona bjargi í rauninni en thad eru svona 40 metrar sennilega nidur i fjorubordid en thetta eru bara svona klettar eitthvad og thad merkilega vid thennann stad var í rauninni bara svona klettur sem var rétt út fyrir landid sem var svona hola í gegnum... gaman ad thví en vid vorum einmitt ad koma úr theirri ferd, svo erum vid ad fara ad halda áfram í ferdinni okkar núna eftir klukkutíma en gaman ad segja frá thví ad vid fengum pabba kallsins sem rekur hótelid sem vid erum á til thess ad skutla okkur allt thetta fyrir einhvern pening... eda ad okkur var i rauninni bodid thetta, mjog fínn kall sko en hann er ekki beint besti bílstjóri í heimi, hann er svona húfuafinn á íslandi... en ágaetur samt :)

En thad sem hann er ad fara med okkur á eftir er mjog flott sko, thad er svona hond sem er bara i midri eydimorkinni, klettar sem eru bara nakvaemlega eins og risastor hond... ekkert smá svalt en tekur einhvern smá tíma ad komast thangad... veit ekki hvort thetta var búid til eda hvad en hlakkar samt til ad fara thangad.

Svo erum vid ad fara ad koma okkur á stad sem vid keyrdum í rauninni í gegnum og fengum stimpil inn í landid thegar vid fyrst komum yfir til Chile en hann heitir San Pedro og er í 2500 metra haed. Thad er haegt ad sjá alveg fullt af hlutum thar og vid aetlum ad fara i einhverjar ferdir thar... thessi baer er bara í rauninni í eydimork og ekkert nálaegt. Samt alveg 5000 manna baer. Eins og okkur langar mikid ad eyda tíma thar thá bara getum vid ekki gert allt sem okkur langar ad gera thví vid erum í dálítilli tímathrong. Thurfum ad fara ad koma okkur yfir til Boliviu en vid tokum einmitt rútu frá San Pedro til Boliviu thví vid erum rétt vid landamaerin tharna og svo ad koma okkur yfir til Peru og sjá allt sem vid aetlum okkur ad sjá thar... thannig ad naesti mánudur verdur bara hálf tekinn á hlaupum eins leidinlegt og thad er en vid verdum bara ad vera á tánum.

Eg, Unnur og Melkorka aetludum ad fara á strondina á medan vid vorum ad bída eftir ad fara í hina ferdina okkar í dag og toltum bara eitthvad til thess ad leita ad strond thví ad vid vorum búin ad sjá einhverjar strendur hérna. Vid fundum á endanum stad vid sjóinn en kannski ekki beint strond hehehe... thetta var bara hofnin í Antofagasta... var verid ad lesta stór gámaskip tharna en vid vorum svona rétt fyrir utan svaedid, thad lá svona gongustígur út á einn varnargardinn sem var med bekkjum og vita. Vid fundum okkur bara góda bekki og ég skellti handklaedinu á bekkinn og lagdist bara... Eg held ekkert um thad ad fólk sem labbadi framhjá okkur hafa bara sagt vid sig " heimsku túristar !" hehe eda bara hlegid af okkur íslendingunum sem voru ad reyna ad raena brúnku á hofninni.

Annars er bara alltaf sama góda vedrid hérna og sól sem er alveg glaesilegt en thegar vid komum til Boliviu og Peru thá er onnur saga... jújú, thad getur alveg verid gott vedur en eins gott ad ég kom med jakkann minn med sem ég er búinn ad vera ad droslast med alla ferdina og aldrei thurft ad nota, thví í 3-4000 metra haed thá er ekki beint heitt... ekki einu sinni thegar thad er heidskýrt og sól... thad er bara svona íslenskur napurleiki eiginlega... hlakkar ekki beint til thess en jaeja, fullt af hlutum ad sjá tharna og Bolivia er eiginlega mest thekkt fyrir ad vera med haedstu hluti í heiminum eda eins og bókin góda ordar " famous for highest everything ".

Thakka fyrir mig,

ChileSigginn

Sunday, March 9, 2008

Chile aetlar ekki ad vera vinur okkar!!!

Jaeja ta erum vid lent i Santiago Chile, lentum herna semsagt fyrr i kvold, fundum tetta lika fina hostel, risastort hus ekkert sma fallegt, fallegur gardur med sundlaug og bar og ollum graejum, min farin ad bua sig undir solbad og chill af haesta gaedaflokki.
Tar sem ad tad var pinulitil treyta i manni og mikid ad gera a morgun ta akvadum vid ad fara snemma i hattinn, ekki alveg. Milli eitt og tvo i nott (eda eiginlega adan tvi ad klukkan er ad verda 3 um nott nuna...) ta rydjast inn i herbergid tveir sauddrukknir einstaklingar, med tvilik laeti, manni heyrist a teim og ser ad teir seu ad skipta um fot til tess ad fara ut og halda afram ad djamma, vid voknudum oll vid laetin en letum ekkert heyra i okkur, bidum bara roleg tangad til teir faeru ut, tad var greinilega ekki nog fyrir ta tvi ad tegar teir eru ad fara ta labbar annar gaurinn ad kojunni hans gunna og segir vid hann :sorry ad eg vakti tig....og svo kylir hann gunna i andlitid og hleypur ut, gunni rykur ut a eftir teim og ta er sa sem kyldi hann farinn ut en hinn gaejinn segist ekki tekkja hann, eg bara veit ekkert hver tetta er, endilega komdu med okunnugt folk inna hostel herbergi, vel gert!! Ekki nog med tad ad hafa komid inn med tvilikum latum og ad gunni greyid var kyldur ta tokum vid eftir tvi ad sa sami og atti hoggid hafdi migid i hornid a herberginu, frabaert. Vid tolum vid tau i afgreidslunni og okkur tilkynnt ad teim eda honum vid vitum ekki hvort teir eru badir ad gista herna verdi hent ut um leid, vid gunni fengum annad herbergi tannig ad tad er strax skarra, manni lidur ekki vel i herbergi med folki sem migur a golf og kylir mann og annann.
Tegar vid vorum ad taka saman dotid okkar ta heyrast einhver laeti ur hinu herberginu, tetta er sett tannig upp ad tad eru 4 kojur, svo kemur sma hurd og adrar 4 kojur tar inni, tannig sed buid ad stuka tetta af i 2 herbergi, tar semsagt heyrast laeti og gaur sem ad vinnur her reynir ad opna hurdina en henni er lokad med tad sama, hann kemst samt inn ad lokum og tar tok a moti okkur fullasti gaur i heiminum, sem var voda pirradur yfir tvi ad vera vakin. held ad hann hafi samt ekki vitad hvad hann het eda hvar hann var, hann var svo blekolvadur, strunsar a klosettid og kemur til baka og glapir a okkur og segir okkur ad haetta ad stara a hann og fa okkur lif, loksins fer hann ad sofa tannig ad tad kom loksins ro.
Vid Gunni vorum einmitt ad tala um ad vid komumst yfir landamaerin a frabaeru vegabrefunum okkar, tad var ekkert mal ad fara i flugid til Santiago (tar sem ad tad flug var med hinum vegabrefanumerunum) gaefan virtist loksins vera komin tilbaka til okkar, mer synist a ollu ad hun se farin eins fljott og hun kom.
Iron maiden tonleikarnir eru semsagt a morgun og tad er uppselt!! tannig ad morgundagurinn mun fara i tad ad redda midum, sjaum til hversu vel tad gengur.

Friday, March 7, 2008

med hjartad í buxunum í 4320m haed

thetta er langur póstur en segir sogu okkar melkorku um ferdina yfir landamaerin. sem var fródleg.

mikid búid ad gerast sídustu daga sídan ad vid vorum á leidinni til mendoza. skelltum okkur til salta, baejar í nordurhluta argentínu sem átti ad vera skemmtilegur baer til ad skella sér til og hanga í í smá stund ádur en ad vid logdum leid okkar yfir andesfjollin til chile. thegar vid komum á rútustodina eftir 17 tíma rútuferd (ekki sú fyrsta og ekki sú sídasta) ákvádum vid ad kaupa midann yfir til chile strax svo vid fengum nú orugglega mida thannig ad vid naedum fluginu okkar. okkur melkorku grunadi ekki hvad bidi okkar mikid leidindarvesen útaf vegabréfunum, eda ollu heldur, skortur á theim sem var stolid. stelpan í afgreidslunni var búin ad selja okkur ollum midana og taka vid greidslu thegar hún bidur um vegabréfin okkar allra. hún stoppadi um leid á okkar og sagdist ekki getad selt okkur midana...okkur rak í rogastans, hún vildi fá vegabréf med inngongu stimplinum frá argentínu...eitthvad sem er fest kyrfilega í stolnu vegabréfunum. ég var snoggur ad hugsa og spurdi hana um immigration office í salta thar sem ad vid gaetum fengid hann, hvort ad vaeri opid og hvar thad vaeri, fékk thaer upplýsingar og grátbad hana um ad geyma midana í smá stund, hún lofadi thví en endurgreiddi midana engu ad sídur. stukkum um bord í leigubíl á leid til bjargvaettanna sem lokudu tvo.
thegar vid maetum á skrifstofuna (sem var í rusli thví ad verid var ad gera upp húsnaedid) áttum ég og melkorka okkur eiginlega á ad okkar bída algjor leidindi. thau voru óratíma ad útskýra fyrir okkur ad vid thurftum ad fá pappír hjá theim, fara med hann í banka, borga 50 pesóa á mann, koma til baka og fá leyfi til ad fara frá argentínu...klukkan var korter í tvo. vid útskýrdum á móti ad vid urdum ad fá leyfid til ad mega kaupa mida yfir til chile, sex saeti laus í rútunni ádur en ad vid fjogur aetludum ad kaupa midana okkar og engin rúta fyrr en á sunnudaginn, longu eftir flugid okkar til santiago. thau sogdu okkur ad fá midann hjá theim, sýna hann á rútustodinni, fara strax í fyrramálid og borga í bankanum maeta svo hress og spok á immigration offissid og fá leyfid...gott plan.
maetum á rútustodina aftur med midann sem vid áttum ad borga frá immigration stofunni og sogdum ad thetta vaeri thad besta sem vid gaetum reddad thví ad bankinn og immigration stofan voru lokud...stelpunni leid ekki vel med thad, henni myndi lída betur ef ad vid toludum vid bossinn hennar, sebastian, sem kaemi hálf fjogur...ekkert mál, fyrir utan thad ad hún var sú eina sem taladi ensku og hún var ad haetta í dag. fullkomid. maetum aftur á rútustodina (sem var nánast thad eina sem vid hofdum séd af baenum) og thar segja starfsmennirnir okkur ad hann sebastian komi ekki fyrr en fimm...glaesilegt. maetum enn einu sinni á rútustodina til ad tala vid bossinn sebastian klukkan fimm til thess ad fá ad heyra ad hann er ekki tharna og their vita ekki alveg hvort ad hann aetli ad koma yfir hofud. eftir smá samtal vid thennan starfsmann thar sem ad vid útskýrum vandamál okkar ákvedur hann ad selja okkur midana aftur, hann skildi thad ad vid thurftum skiljanlega ad fá thetta leyfi og pappírinn sem vid vorum med í hondunum frá immigration sagdi eiginlega ad their voru búnir ad gefa okkur leyfid, svo gott sem allaveganna. sigur! vandamálid leyst!

ekki alveg.

sko, málid er thad ad bankinn opnadi níu...og okkur langadi ad gera eitthvad yfir daginn, thannig ad vid bókudum okkur tour sem tók allann naesta dag og somdum um thad ad hún myndi byrja klukkan 10. klukkutími til ad skella sér í banka og fá leyfid til ad fara frá immigration offissinu? hvad gat klikkad? naesta dag tokum vid taxa eitthvad um korter í níu, aetlum sko ad maeta snemma. keyrum framhjá thví sem ad virtist vera banki í midbaenum med rod lengri en allt fyrir framan en taxinn setti okkur svo fyrir framan annan banka og vid stukkum inn. thar var okkur sagt ad vid thurftum ad fara í bank of argentina banka til ad borga thennan mida, ég vissi strax hvada banki thad var. rodin var búin ad lengjast um helming thegar vid komum thangad og var núna heil blokk. tók um hálftíma ad bída fyrir 20 sekúndna afgreidslu, klukkan núna rétt yfir hálf tíu, vid mundum pottthétt ná thessu eftir allt saman. stokkvum í taxa og holdum aftur á immigrations. ég get ekki lýst thví hvad madur átti eftir ad verda pirradur, stressadur og frústreradur naestu fjorutíu og fimm mínúturnar en thad var býsna mikid. thad virtist bara ekkert eiga sér stad tharna inni og tíminn eins og vid thekkjum hann átti ekki heima tharna. maettum loks í túrinn okkar einhverjum 40 mínútum of seint.

daginn eftir var kominn tími til ad láta reyna á passana okkar handskrifudu. rútan lagdi af stad 7 um morguninn og fór nákvaemlega somu leid og vid hofdum oll farid daginn ádur í túrnum okkar. eitthvad um eitt leytid maetum vid á landamaerastod argentínu. med hjartad í buxunum fórum ég og melkorka med föndrudu passana okkar til ad sjá hvort ad vid fengum nú ad fara, vid reyndar héldum ad thetta vaeri landamaeri chile og argentínu, en thá var thetta bara argentínuhlutinn...thad voru um 250 kílómetrar í landamaeraeftirlit chile, andes fjollin eru víst ágaet hindrun. allt gekk vel og vid héldum áfram, ekkert var enn komid í ljós vardandi vegabréfin, thad kaemi semsagt í ljós eftir thessa 250km. fórum mest í 4320m haed med rútunni sem er ótrúlegt eiginlega, thad sem er ótrúlegra er hversu illa manni getur lidid í svona haed. ég thjádist beinlínis af súrefnisskorti, melkorka hafdi áhyggjur ad mér, ég var víst med bláar varir og augnlok, mér var mest flökur í heiminum, svimadi og leid hreint bara hörmulega. ég byrjadi ad hafa verulegar áhyggjur eftir fyrstu hundrad kílómetrana af thví ad vera ekki hleypt inní chile. thad hafdi verid möguleiki allan tímann, og madur vissi thad, en madur áttadi sig alls ekki á thví hversu illa staddur madur vaeri ef ad thad gerdist...ok, thér er hent út úr rútunni á landamaerum chile og argentínu, ekkert mál, thá ferdu bara aftur til argentínu...en hvad ef ad thér er hent út úr rútunni í midjum andesfjollunum...thví ad vid vorum bókstaflega nákvaemlega hvergi. á milli landamaerastodva chile og argentínu voru 250km af andesfjollunum, ekkert annad, og vid vorum svo hátt uppi ad vid hofdum ekki einu sinni séd gródur allan tímann og thad var skítkalt thó ad thad saeist ekki ský á himni. thegar vid komum á landamaerastod chile var ég bókstaflega skíthraeddur, ég held ad hjartad hafi misst úr nokkur slog thegar gaurinn sem var ad skoda vegabréf mitt og melkorku stoppadi adeins, horfdi grunsamlega á thau, tékkadi á einhvern mida hvada fjandans land islandia vaeri og stimpladi svo á passana...mikill léttir, ekkert vesen, loksins, ég og melkorka vorum alveg farin ad eiga thad skilid.

thannig ad núna erum vid í chile, fljúgum á morgun til santiago og reynum eins og vindurinn ad komast á iron maiden og bob dylan.

ég bidst afsokunar á longum pósti, ég er viss um ad enginn nenni ad lesa thetta nema mamma, sorrí mamma, their sem lesa hann eiga ad skipa unni ad blogga um óvedursoguna af sér í salta.