Já thad er búid ad vera mikil keyrsla á okkur sídan vid fórum frá Chile og var thví ákvedid ad taka góda afsloppun hérna vid Lake Titicaca, Bólivíu megin. Lake Titicaca er í 3820 metra haed og bara svo thid gerid ykkur grein fyrir staerdinni á thví thá er thad 230 km langt og einhverjir 90 km á breidd !! Thad naer thví yfir til Peru líka. Ofbodslega fallegt vatn. Erum a svaka fínu hóteli med útsýni yfir vatnid. Gódur stadur til ad slappa af og hlada batteríin fyrir naesta spretthlaup!
Thar sem thad hefur verid mikil keyrsla hjá okkur hérna í Bólivíu thá hefur ekki gefist tími til ad skrifa neitt um Bólivíu... svo thid fáid thví of stóran skammt af bloggfaerslu núna !!!
Vid fórum frá Chile 16. mars í 3ja jeppaferd um Bólivíu. Landamaeri Bólivíu voru bara grín ! Bara einn lítill moldarkofi i midri eydimorkinni og ekkert í kring ! Ég aetladi varla ad trúa thessu! En allt gekk vel og fengu G&M stimpil í fallega neydarvegabréfid sitt ! Á leidinni á fyrsta svefnstadinn okkar stoppudum vid á nokkrum votnum, eitt var hvítt, eitt var graent og eitt var rautt. Og fullt af flamengó fuglum. Stoppudum líka vid "ledjugeysi". Their kalla thetta geysi, en er ekki eins og geysirinn okkar... Bara 120 grádu heitur ledjudrullupollar hehe... Pant ekki detta thar ofan í ! Fyrsta daginn okkar fórum vid haedst upp í 5400 metra haed ! Fyrsta gististadurinn okkar var í 4900 metra haed og madur fann líka alveg vel fyrir thví !! Melkorka vard alveg fárveik og aeldi, og thad sama gerdist fyrir annan strák sem var med okkur í hóp. Ég sjálf (Unnz) var med stanslausan hausverk í 3 daga, alveg yndislegt ! En hérna í Andes londunum eru "Coca leaves" leyfileg, og tuggdi madur thad eda setti út í heitt vatn til ad losna vid oll óthaegindin... sem virkadi alveg furdu vel.. en get ekki sagt ad thad sé gott á bragdid !!
Dagur tvo! Rise and shine kl. 7, morgunmatur og jeppinn hladinn aftur. Keyrdum gegnum eydimorkina eftir hraedilegum vegum, sáum villt Lamadýr, einn villtan strút, helling af flamengo fuglum og helling af votnum ! Annar gististadurinn okkar var Salt hótel. Thar var allt gjorsamlega búid til úr salti, hótelid, bordin, stólarnir, rúmin... gólfin voru bara salt ! Tharna vorum vid adeins búin ad laekka okkur í haed og vorum "bara" í 3600 metra haed, en madur fann strax muninn.
Hótelid okkar var alveg vid heimsins staersta Salt flats (salteydimork). Ekki nema 12.000 ferkm. ad staerd !!! Svo thad var vaknad snemma naesta morgun og keyrt ad saltinu. Vid keyrdum thvert yfir eydimorkina, sem tók einhverja 4 tíma... med nokkrum stoppum... Stoppudum m.a. á einhverri eyju sem var full af kaktustum. Stoppudum líka á odrum stad thar sem vid sáum hvernig their vinna úr saltinu. Vid keyptum okkur 1 kíló af salti á 5 ískr. hehehe.
Lokaáfangastadurinn okkar var Uyuni. Thar var okkur hent út úr jeppanum. Uyuni er rosalega róleg borg/baer.. Madur heyrdi varla hljód frá bílunum. Vid vorum ekkert svakalega hrifin og ákvádum thví ad taka naeturrútu yfir til Sucre ! Svakalega gód hugmynd !! 11 klst rútuferd, í rútu sem var vid thad ad lidast í sundur, keyrdum eftir verstu malarvegum í heimi og ekkert klósett um bord ! Vei! Stoppudum einu sinni á leidinni og thad var eftir 6-7 klst og thar var ekkert klósett í bodi ! Vei ! Ég hélt ad thessi rútuferd myndi aldrei taka enda ! En ótrúlegt en satt komumst vid á áfangastad og hentumst á naesta hostel. Gaurinn í móttokunni aetladi aldrei ad vakna ! Vid dingludum milljón sinnum... enginn kom til dyra.. Siggi komst svo ad thví stuttu seinna ad vid gátum opnad hurdina sjálf tihi... Thá lá gaurinn steinsofandi í sófanum og tók okkur nokkurn tíma ad vekja manninn.. sem var alveg ábyggilega áfengisdaudur !!
Fyrsti dagurin okkar í Sucre fór bara í rugl... vorum algjorlega búin eftir thessa ferd ! En daginn eftir fórum vid ad sjá risaedlufótspor sem voru fundin fyrir 25 árum ! Thad var býsna magnad !! Ég hélt í fyrstu ad thetta vaeri eitthvad plat.. en svo er ekki.. Allir helstu sérfraedingar hafa komid og skodad thetta og fengu thau stadfest 1998 ad thetta vaeru 68 milljóna ára gomul risaedlufótspor. Thegar risaedlurnar skildu eftir sig thessi fótspor var jordin alveg flot, en núna er thetta ordin 90 grádu klettur ! Thetta er heimsins staersti flotur af risaedlufótsporum sem hafa fundist.
Okkur bara hálf leiddist tharna í Sucre.. og líkadi eiginlega ekki vel tharna.. Vid erum í rauninni ekki alveg ad fíla okkur hérna í Bólivíu. Fátaektin hérna er svo hrikaleg, og erfitt ad hafa mannleg samskipti vid fólk hérna. Their eru ekki ennthá búnir ad átta sig á thví ad túrisminn er gódur fyrir landid ! Talandi um fátaektina.. Fólk gjorsamlega eltir mann á rondum ad sníkja pening, madur sér lítil born skítug upp fyrir haus og thjást af naeringaskorti. Vid sáum m.a. lítinn strák, sem hefur ekki verid meira en 4 ára gamall, kúka ofan í nidurfall út á gotu !!
Vid bókudum okkur í rútu til La Paz... 12 klst ferdalag. Vid spurdum audvitad ad thví ádur en vid keyptum midana hvort thad vaeri klósett um bord, audvitad er klósett um bord var svarid... En thegar vid komum um bord komumst vid ad thví ad thad var klósett.. en thad var bilad ! Jess... En vid stoppudum einu sinni á leidinni og fengum thá ad hoppa á klósettid !
La Paz er eiginlega furdulegasta hofudborg sem ég hef komid til... stórborg med smábaejarbrag á sér, lítil nidurnídd múrhús byggd upp í haedina. Vid fórum bara beint inn á rútustodina og keyptum okkur mida til Lake Titicaca, sem fór 30 mín seinna. 3 1/2 tími sagdi konan sem seldi okkur midana.. en gleymdi greinilega ad taka inn í reikninginn ALLA UMFERDINA á leidinni !! Fostudagurinn langi og audvitad oll thjódin á leidinni út úr baenum á sama tíma !! 2 akreina gata var ordin ad 4 akreina gotu, fólk bara keyrdi einhvern veginn og var alveg sama um allar umferdareglur! Madur sá líka fólk labbandi og hjólandi medfram veginum.. fólk gerir thad víst, labbar ad Lake Titicaca... Pant ekki ég ! Thegar vid vorum búin ad keyra í smá tíma medfram vatninu kemur starfsmadur í rútunni og segir ad vid thurfum ad fara út úr rútunni, labba nidur ad bryggju og fara med ferju yfir og hitta rútuna svo thar. Yndislegt skipulagid hérna í Bólivíu. Ein rod til ad kaupa mida med ferjunni svo onnur rod til ad komast í ferjuna, kjánalegt !
Jaeja vid komumst loksins ad Copacabana (baerinn sem vid erum í vid vatnid) 5 1/2 tíma seinna.. og mikid var ég fegin ad vid vorum búin ad bóka okkur gistingu. Búin ad vera á ferdalagi i 18 tíma og skrilljón fullar rútur af ferdamonnum.. ekki mikid laust á gististodunum hérna.
Hér verdur bara afsloppun og ekkert gert... nema sumir sem kunna ekki ad slaka á eru ad fara i ferd út á einhverja eyju í vatninu.
Á morgun leggjum vid af stad til Perú. Verdum í bae sem heitir Puno og er líka vid Titicaca vatnid, slokum thar á í 2 daga og leggjum thá af stad til MACHU PICCHU ! loksins !!!! Forum fyrst í einn bae sem heitir Cuzco og finnum okkur ferd til Machu Picchu.
Jaeja thetta er ordid nógu helviti langt. Heyrumst í perú
BLESS !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Jæja, bara koma sér í kókaín vímu til að losna við hausverk
Post a Comment