vaegast sagt áttum vid versta sólarhring í ferdinni okkar og hugsanlega kaemist dagurinn inná topp 10 lista yfir vonda daga í heiminum. planid var ad fara med dan og cortney til smabaejar nordur ad buenos aires sem heitir guluyagachu...eda eitthvad fjári nálaegt thví. vid verdum eiginlega ad segja frá thví fyrst ad allt sem vid hofum gert med cortney og dan hefur verid omurlegt. vondir veitingarstadir, léleg thjónusta og bara almennt mislukkad. planid var ad fara til thessara baejar og skella okkur á carnival sem er haldid tharna um kvoldid en eyda deginum liggjandi á strondinni vid ánna sem liggur medfram baenum og gista svo í cabaña, svona litlum sumarkofa vid ánna sjálfa. eftir ad hafa ferdast med rútunni í 4 tíma komum vid til baejarins og byrjudum ad leita ad gistingu. thad var bókstaflega allt fullt. eftir ad hafa eitt klukkutíma í ad keyra á milli stada stingur leigubílstjórinn upp á thví ad vid gistum heima hjá honum. thá kom í ljós ad hann og konan hans ráku gistiheimili heima hjá sér, hann sagdi ad vid gaetum verid thar sex manns fyrir 300 pesóa, sem var ágaett. thegar vid hinsvegar komum thangad, eftir ad vid vorum búin ad rogast med allan farangurinn inn, reynir konan hans blákalt ad fjárkúga okkur, haekkadi verdid uppí 350...vid, ekki sátt, neitudum ad borga krónu...eh pesóa meira en samid var um. vid thetta brást konan illa vid og byrjadi ad moka auka dýnum sem voru inní herbergi dans og cortney út "ef thid viljid ekki borga meira, engar aukadýnur"...eins og vid hofdum eitthvad vid thaer ad gera.
eftir ad vera komin med gistingu voru allir sáttir, loksins gat dagurinn byrjad med tilheyrandi sólbadi á strondinni...ekki alveg. strondin var einn versti stadur sem mannkynid hefur skapad. vid byrjudum á thví ad bída í rod í hálftíma til ad borga okkur inn á strondina, heilan 300 kall á mann. eftir thad thurftum vid ad bída í annan hálftíma til ad kaupa okkur eitthvad ad borda, allir voru ordnir svangir og ákvordun hafdi verid tekin ad borda í afsloppun á strondinni. ímyndid ykkur nauthólsvíkina med hálfri reykjavík, nema thessi strond var svona helmingi minni. áin var med afgirtu svaedi sem mátti vada útí, vatnid nádi aldrei haerra en ad hné, cortney reyndi en var skommud. thad skipti heldur engu máli thví ad vatnid var pakkad af fólki. thegar vid vorum loksins komin inná stadin fór sólin. vid fengum fljótlega nóg og ákvádum ad skella okkur bara á hótelid og leggja okkur adeins fyrir kvoldid. thegar vid komum á hótelid hlammadi ég (gunnar) í rúmid og kveikti á sjónvarpinu, skipti um stod og sjónvarpid dó...unnur skellti sér í sturtu og svo fór hún og melkorka út í búd á medan ég og siggi logdum okkur. thegar thaer komu til baka gengu thaer inní herbergi sem angadi af brunalykt og andrúmsloftid var mettad af reyk. eftir ad ég hafdi vaknad almennilega byrjudum vid ad reyna ad komast ad thví hver orsokin vaeri...melkorka spurdi hvort ad thad vaeri einhver í sturtu og thad var rétt hjá henni, thad hljómadi eins og einhver vaeri í sturtu en vid vorum oll í herberginu. ég bankadi á dyrnar kurteisislega en fékk ekkert svar, gekk thví inn og thá maetti mér gufuveggur...sturtan gaf frá sér hljód sem minnti á hvaesandi kott. sturtan var semsagt byggd thannig upp ad thad var kassi á veggnum sem átti ad fylla af vatni, svo stakkstu kassanum í samband og hitaelement inní kassanum hitadi vatnid fyrir thig. svo áttiru ad taka kassann úr sambandi...unnur hafdi flaskad á sídasta atridinu. aftan á kassanum var risastórt gat eftir ad hitaelementin hofdu braett sér leid í gegnum plastkassann. vel gert unnur. melkorka eydilagdi bikiníid sitt thegar hún var ad gera sig klára fyrir kvoldid.
vid létum thetta ekki naga samviskuna lengi (thad var tekin ákvordun um ad laumast úr baenum án thess ad segja konunni) og fórum út ad borda. vid sátum vid stórt opid grill og vorum ad borda thegar uppúr thurru skaust glóandi heitur trjádrumbur úr grillinu og lenti vid faeturnar okkar...allnokkrir í opnum skóm. fórum svo á carnivalid sem var leidinlegt. á hótelinu festi unnur lykilin í skránni en thad hafdist fyrir rest ad koma okkur inn, thegar vid vorum ad gera okkur klár fyrir svefninn hrundi gardínustongin á unni thegar hún var ad reyna ad draga fyrir. herbergid angadi ad brádnudu plasti...rokkstjornurnar hofdu gjoreydilagt herbergid.
dan og cortney áttu rútumida aftur til buenos aires klukkan 11 morguninn eftir og aetludu ad vekja okkur til ad kvedja okkur. klukkan 11 vorum ég og melkorka ad velta fyrir okkur hvort ad thau hefdu verid á hradferd og sleppt ad kvedja okkur thegar dan bankar á dyrnar og tilkynnir ad thau hefdu sofid yfir sig og misst af rútunni, vekjaraklukkan hafdi ekki hringt. thau aetludu samt ad skella sér á rútustodina og ná naestu rútu heim. okkar rúta átti ad fara um eitt thannig ad vid vorum ekkert ad flýta okkur, skelltum okkur bara á rútustodina og fengum okkur ad borda. melkorka og unnur fóru í sjoppu til ad kaupa eitthvad fyrir ferdina á medan ég beid fyrir utan og passadi farangurinn okkar. medan ég stód tharna einn kemur madur upp ad mér og er ad spyrja mig eitthvad útí rútumidann sinn. ég sagdi honum ad ég taladi ekki spaensku og hann gafst upp á mér. í thví er pikkad í mig frá hinni hlidinni og thar er kona ad spyrja mig út í rútumidann sinn...ég segi henni, eins og honum, ad ég taladi ekki spaensku. hún strunsadi í burtu og thegar ég sneri mér vid var bakpokinn minn horfinn...ég hafdi verid raendur. vegabréfid mitt og melkorku, farid. ég hljóp eins og hauslaus kjúklingur um stodina í von um ad ramba á bakpokann minn en án árangurs. ég bad umsvifalaust um ad hringt yrdi á logregluna og svo var bara setid og bedid eftir henni...svo bidum vid meira...og svo meira. logreglan var ekki ad flýta sér. loksins kom hún og ég og melkorka hoppudum uppí bílinn og fengum fría ferd á logreglustodina...og tilbaka! ekki hinsvegar fyrr en ad vid hofdum setid thar í klukkutíma og horft á logreglukonuna sem var ad taka skýrslu af okkur gera fáránleg mistok trekk í trekk (nú? talidi ekki íslensku en erud frá írlandi?). enginn á logreglu stodinni taladi ensku sem gerdi allt saman miklu betra, engar ótharfa spurningar og svona.
ég og melkorka fengum svo rútumida til buenos aires nokkrum tímum seinna í verstu rútu í heiminum (utan guatemala audvitad) á leid til raedismanns íslands í argentínu.
eini ljósi punkturinn í thessari ferd okkar til baejarins var hundur sem konan á hótelinu átti, algort krútt.
framhald sídar
p.s.
bikiní melkorku er komid í lag thokk sé gunna, herdatrés og gardínubands
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
FOKK! þetta er einfaldlega það alömurlegasta sem ég hef vitað til!
Shit!
Vonum að þetta reddist!
Baráttukveðjur að handan (hafsins, þ.e.... ég er ekki dáinn uh..)
Rag, the fag.
Shit.. hvad er það næst?
Vona samt ad þið eruð ad njota ykkar .. svona a milli afalla! :)
Stebbi bró
haha vá.. aðeins verra!
Baráttukveðjur segi ég nú bara:)
nehei ! dííses :O vona að allt gangi vel nuna..
kv. systir unnar
Post a Comment