Monday, December 17, 2007

Furðulega tilfinning....

Erum við bara að fara út Á MORGUN ?!!!!
Rosalega skrýtið að það sé bara komið að þessu.... Á þessum tíma á morgun stöndum við í röðinni á Leifsstöð.... !
Mín ekkert orðin stressuð eða neitt... Fékk bara nett kvíðakast í gær, ældi næstum upp öllum jólamatnum hennar Ömmu ! Ég fatta ekki af hverju maður verður svona stressaður þegar framundan eru bara 6 geðveikislega skemmtilegir mánuðir !!!

Sprautur kl. 9 í fyrramálið... síðustu sprauturnar okkar að sinni...

Annars langar mig að þakka öllum fyrir komuna á laugardaginn í kveðjupartýið okkar... Ég skemmti mér alveg konunglega ! :)

Við látum svo heyra reglulega frá okkur ! En bara ef þið lofið að fylgjast vel með okkur ;)

Þangað til næst....
Unnz

12 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun og njottu þess!

Vertu i bandi :)

Anonymous said...

Já! mér líður einmitt svo furðulega að eiga eftir að sjá þig eftir HÁLFT ÁR!! :( En njótið ferðarinnar, þetta verður crazy skemmtilegt :)
Vertu dugleg á netinu, svo maður geti nú spjallað á msn eða myspace...love u!
-Ólafía-

Kiddi said...

Stress... þynnka?

Anonymous said...

þetta verður bara skemmtilegt =) en vertu dugleg að blogga!!! mun kíkja hér á hverjum degi hehe =) og engar áhyggjur.. ég passa veel uppá alla skóna þína..og rúmið þitt etc. =)

vertu dugleg að setja inn myndir líka ef þú getur!

kveðja Ástrós systir

Anonymous said...

góða skemmtun og njótiði hverrar mínútu :) hlakka til að lesa um ævintýrin ykkur
kv og knús á ykkur
xxx SANDZ

Anonymous said...

Oh nú eruð þið í æðislegu Boston :) Hafið það gott og góða ferð og skemmtun!! Passaðu peningana þína í Vegas Unnur!
Knús og kveðja, Brynja

Anonymous said...

Góða ferð, Raggi

singullinn said...

Njótið,etið og drekkið......

Hlökkum til að sjá þig eftir 6 mánuði, verið dugleg að blogga svo við getum verið dugleg að fylgjast með ykkur.

Passið vel uppá hvort annað.

knús og kossar
Norðlingaholtsgengið
H.H.ER.

Kiddi said...

Gunni, klósettið mitt saknar þín.

p.s. Mér finnst að Gunnz ætti að skrifast gUnnz

singullinn said...

Gleðileg jól og ár og allt saman...

Vonandi höfðuð þið það jafn gott og við um jólin!!!

Anonymous said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino online[/url] [url=http://www.casinovisa.com/deposit-casinos/]roulette[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/]casino[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/realcazinoz/se]paypal casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=36]cock rings[/url]

Anonymous said...

Loose [url=http://www.greatinvoices.com]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to create gifted invoices in minute while tracking your customers.