Friday, December 28, 2007

Spenna og stress

Jæja þá er brottför uppá flugvöll eftir tæpa tvo klukkutíma og það er smá svona stress í gangi...en ég held að það sé mest bara spenna...við Kiddi semsgt hefjum för okkar í Boston þar sem við verðum í eina nótt og fljúgum svo yfir til New York. Þar verðum við frammá 2.jan og förum þaðan yfir til Texas...nánar tiltekið Austin...og verðum þar þangað til 4 og þá fljúgum við yfir til Carlsbad. Ég er svo spennt að fá að hitta Gunna minn...finnst einsog ég hafi ekki séð hann í mörg ár...samt er bara komin ein og hálf vika hehe. Ég bið þá bara að heilsa ykkur hafið það gott ´klakanum elskurnar :Þ

No comments: