Hahahahaha, við erum með íslenskt lyklaborð.
Ferðin okkar byrjaði í Boston þar sem við fórum beint upp á hótel að sofa af því að við áttum flug til New York kl. 5 um morguninn. Ekki mikið meira að segja frá því.
Lentum í New York kl. 7 um morguninn og fengum ekki að tékka okkur inn fyrr en í hádeginu þannig við urðum bara að gjöra svo vel og rölta um og NEYDDUMST til að versla smá... eða bara Melkorka.
Fórum svo á NBA leik á Sunnudaginn. Sáum New York Knicks taka á móti Chicago Bulls. Mættum því miður 12 árum of seint og sáum því tvö léleg lið spila. Áhugaverð lífsreynsla. Bandaríkja menn eru ekkert alltof mikið fyrir að horfa á sjálfa leikina sem þeir fara á, sérstaklega parið sem sat fyrir framan okkur og var blindfullt í hádeginu á Sunnudegi. Takandi myndir af sér á fullu en ekki af leiknum. Og þau mættu ekki fyrr en 15 mín. voru eftir af leiknum! Svo var útsýnið okkar blokkað trekk í trekk af sölufólki sem var að selja hatta og candyfloss.
Versluðum meira og meira. Melkorka tók flipp í Victoria's Secret og Kiddi tók flipp í NBA búðinni.
Svo kom gamlárskvöld. Engir flugeldar og af því að við vorum ekki með VIP miða fengum við ekki að fara á Times Square og sáum því ekki kúluna síga niður að 2008. Vorum einni götu frá Times Square þegar 6 löggur á sterahestum stóðu allt í einu á götunni að vísa fólki frá. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur á Laugaveginum?
Vorum svo greinilega stödd í vitlausum hluta á Manhattan því við gátum ómögulega fundið opna bari! Fundum einn óírskasta írska pöbb sem við höfum séð og bailuðum hann fljótt og enduðum svo reyndar á litlum sætum hverfisbar rétt hjá hótelinu. Þar þurfturu að öskra á barþjóninn til að fá bjór, ekki af því að tónlistin var svo hávær, heldur vegna þess að hann var eiginlega heyrnarlaus.
Erum núna komin til Austin, Texas í góðu yfirlæti hjá frænku hans Kidda og verðum þar þangað til á Föstudaginn þegar við fljúgum yfir til Carlsbad þar sem að Melkorka fær loksins að hitta hann Gunna sinn.
Melkorka og Kiddi kveðja, yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hahaha, greinilega geggjað stuð alveg :) Ég hafði það bara fínt hérna um áramótin, fór á broadway og svo á nasa og var þar til 07 í 90's partýi sem var algjör snilld. En hinsvegar alveg úber kvefaður núna og finn ekkert bragð af þessum góða mat sem ég er að borða. Drekk í mig eitthvað úber vondan sólhatt eitthvað sem leysist upp í vatni svona. Súrt bragð af því. En ég ætla að fara að koma mér í háttinn. Þið skemmtið ykkur útlendingar þó að það sé nú erfitt þegar ég er ekki á staðnum múhahaha ! Segi svona, adios amigos !
Gleðilegt ár og hafið það gott
Kveðja
Bryndís og co
Halló og gleðilegt ár. Melkorka ég sakna þín svooooooooooona mikið, það er orðið ýkt mikið vesen að finna sér eitthvern til að djamma með, þannig ég er að pæla að skella mér bara á vog eða eitthvað. Bið að heilsa ykkur öllum:o)
Einmanna djammarinn...
greinilega gaman hjá minni en ég er að spá í að tékka á viðbrögðunum á löllaranum við þessu, fá nokkra sterahesta á leigu og sjá hvað gerist! hahaha en þú ert líklega rétt í þessu að hitta hann gunna þinn:D Eyrún fer í málið með mér fyrst að henni leiðist svona:p Hehe
Post a Comment