Wednesday, April 16, 2008

Tha buuuuuid....

Ferdin er BUIN ! Og her sit eg ein i London og bid eftir ad timinn lidi og Lalli minn KOMI !!!!! Buin ad versla eins og enginn se morgundagurinn... Langar ekki ad lita ut eins og flaekingshundur herna i London. Thad er greinilega ekki inn ! Svo eg hentist i H&M og klaradi budina ..hehe...

Thetta er half furduleg tilfinning ad thetta se allt saman buid.
Vid flugum fra Lima, klst seinkun, millilentum i Santiago, Buenos Aires, Sao Paulo, og lentum svo loksins i Rio. Svo vid spoludum i rauninni til baka allt 3ja manada ferdalagid um S-ameriku! Eyddum einum solarhring i Rio, gerdum ekkert nema bara ad hanga og bida eftir ad fara thadan ur ollum hitanum og rakanum, sem er algjor vidbjodur !!!! Er gudslifandi feginn ad vid eyddum ekki meiri tima tharna. Fila ekki Rio...

Eg a bara eftir ad pakka einu sinni enn, thegar eg fer fra London.... og t.a.l. bara ein flugferd eftir. Ekki fleiri rutur !! Thad a eftir ad vera skrytid ad koma heim og thurfa ekki ad vera stanslaust ad planleggja, koma a einn afangastad eftir 17 klst rutuferd og fara strax i thad ad plana naesta ferdalag; kaupa naesta rutumida, akveda hvad a ad skoda a naesta stad, finna hostel osfrv.
Thad verdur gaman ad taka saman allan kilometrafjoldann og alla gististadina !!

Sjaumst a manudaginn !!!!!!!!!!!!!!!!

Wednesday, April 9, 2008

Lima !!

Adeins ad láta heyra frá okkur....

Vid komum hingad til Lima í gaerkvoldi.. med allan okkar farangur. Og er thar med rútuferduaevintýrunum okkar loksins LOKID !!!! Ég er vid thad ad fara ad aela rútum !! En vid endudum thetta med stael. Tókum dagrútu frá Nazca og hingad yfir (tokum yfirleitt naeturrútur), og alveg toppfyrirtaeki sem vid fórum med. Fengum góda thjónustu um bord, fengum ad horfa a fullt af bíómyndum Á ENSKU og fórum i BINGO OG GUNNI VANN !! hahaha Vinningurinn var ekki af verri endanum, vínflaska merkt rútufyrirtaekinu sem vid ferdudumst med ! hehe... gódar minningar.... Vid endudum á alveg top hosteli, gaejinn sem á thad er ótrúlega vinarlegur. Tók á móti okkur eins og vid vaerum oll aeskuvinir og ekki hist í morg ár. Hann labbadi adeins med okkur um í gaerkvoldi og fór med okkur á strondina í morgun.
Sáum McDonalds í fyrsta skiptid sídan í Chile, og fórum thangad í hádegismat ádan... Ég gjorsamlega bordadi yfir mig !!! Ég er nú ekki mikid fyrir McD. en stundum langar manni bara í eitthvad sem madur veit hvernig er á bragdid... og ég er komin med pínu óged af perúmat....

Thad sem vid erum búin ad gera sídustu daga....
Gerdum ekkert í Arequipa nema bara ad liggja í leti og horfá sjónvarpid. Ég hafdi ekki einu sinni orku til ad borda heheh... og tha er nu mikid sagt !!
Fórum frá Arequipa í lítinn bae sem heitir Chivay. Gistum thar í eina nótt í nistingskulda og fórum svo ad Colca Canyon snemma um morguninn daginn eftir... Eg verd nú ad segja eins og er... mér fannst einhvern veginn Grand Canyon tilkomumeira...
Fórum aftur til Arequipa sama dag, gistum eina nótt og brunudum strax daginn eftir til Nazca... Semsagt hossudumst í rútum í 3 daga. Alveg yndislegt.

Vid vorum i Nazca í thrjár naetur og flugum yfir Nazca lines. Nazca lines er risastórar fígurur í sandinum rétt fyrir utan baeinn sem er bara haegt ad sjá úr flugvél. Thad var alveg magnad ad sjá thetta.

Og hingad erum vid komin. Lima lítur bara nokkud vel út... so far... Verdum hérna thangad til á laugardaginn. Planid hjá mér allavega er ad liggja á strondinni og fá smá sól í kroppinn ádur en madur kemur heim í kuldaógedid á klakanum.
Fljúgum svo til Rio adfaranótt sunnudags, verdum thar í eina nótt og svo flýg ég til London, Siggi til Íslands en Gunni og Melkorka til Parísar.
Ég aetla ad eyda nokkrum dogum í London med elskunni minni ádur en ég kem heim. Hlakka svoooooooooooona mikid til !! Ég lendi svo á Íslandi 21. apríl kl. 14.30 !!!!!! ÍHAAAAAAAAA

Hlakka ótrúlega mikid til ad sjá ykkur oll :)
Knús í krús

Tuesday, April 1, 2008

Bakpokaferdalangar my ass !!

Já, thad má eiginlega segja ad vid séum haett á bakpokaferdalagi.... Vid erum búin ad versla svo mikid hérna í Peru ad vid fórum um daginn og keyptum okkur oll risastórar FERDATOSKUR og ég man ekki hvenaer vid gistum sídast á hosteli í herbergi med 100 manns ! Sem er bara fínt, madur er ordinn ansi threyttur á ollum thessum ferdalogum og longum rútuferdum, manni vantar gódan naetursvefn.

Vid fórum frá Puno, sem er lítill baer vid Lake Titicaca Peru megin, 25. mars. Tókum rútu til Cuzco og stoppudum á nokkrum stodum á leidinni til ad fraedast um inkana.
Cuzco er alveg yndislegur baer... eda borg. Litlar, throngar gotur sem eru ekki einstefnugotur, svo thad var býsna athyglisvert thegar tveir bílar maettust í thessum throngu gotum.
Vid fundum okkur ferd til Machu Picchu 28. mars. Vid tókum rútu og lest í bae sem heitir Aguas Calientes (heitt vatn, eda heit votn), thrátt fyrir ad biblían okkar vaeri búin ad tala um thetta vaeri einn ljótasti og dýrasti baer í Perú. En vid létum thad ekki stoppa okkur, okkur langadi ad fara eldsnemma um morguninn upp ad Machu Picchu og sleppa vid alla túristana sem koma beint frá Cuzco. Aguas Calientes var bara yndaelisbaer (svo ekki trua ollu sem thid lesid), 2000 manna baer og há fjoll allt í kring. Straumthung á sem lá í gegnum baeinn og var beint fyrir nedan herbergisgluggan okkar, get ekki líst hávadanum sem kom frá ánni !

Hápunktur ferdarinnar var svo eldsnemma ad morgni 28. mars. Voknudum kl. 5 um morguninn og fórum med rútu upp ad Machu Picchu, tók okkur hálftíma ad komast thangad upp. Thegar vid komum upp var mikil thoka, alveg ótrúlega fallegt ad sjá rústirnar thannig.
Kl. 8 um morguninn ákvádum vid svo ad klífa eitt stykki fjall !! Ef thid hafid séd thessa týpísku mynd af Machu Picchu thá sjáid thid háa fjallid í bakgrunni... já vid semsagt lobbudum thad kl. 8 um morgun ! Tók okkur 45 mín. ad komast thangad upp, og ÓGEDSLEGA erfitt...En svo thess virdi !!!! Ég drakk ekki sopa af vatni alla gonguna thar sem thad er ekkert klósett inn í rústunum og ég er algjor pissidúkka. Ég hefdi pissad á mig upp á midju fjalli... sem hefdi ekki verid fogur sjón !
Vid vorum í einhverjar 8 klst í rústunum. Alveg magnad mannvirki !

Daginn eftir fórum svo aftur til Cuzco, lúin og THREYTT !!! En ég og Melkorka vorum svo klárar ad panta okkur tíma í nudd.. inka nudd.. daginn sem vid komum til baka. Fórum líka í hand- og fótsnyrtingu. Mjog gott ad komast í nudd eftir svona erfidisgongu. Fórum svo í gaer í gufu, heitan pott og meira nudd !! mmm...... ekki veitir af eftir allar thessar ógedis rútur og ógedis rúm sídastlidnu mánudi !

I morgun komum vid svo til Arequipa, sem er onnur staersta borg í Peru. Verdum hérna i 2-3 daga. Aetlum ad fara ad skoda Colca Canyon sem er 3.5 km á dýpt.. helmingi dýpra en Grand Canyon ! Naesti áfangastadur er svo Nazca, thar sem vid aetlum ad skoda Nazca lines.. Fljúgum svo frá Lima 13. apríl til Rio, 12 klst flug med 3 millilendingum !! vúhu.. daginn eftir er svo annad 12 klst ferdalag.. til London fyrir suma, til Parísar fyrir adra...
Styttist heldur betur í ad vid lendum á klakanum... og ég verd ad vidurkenna ad ég er ordin ansi spennt ad koma heim !

jaeja látum heyra í okkur fljótlega...
kv. Perú Unnz

Monday, March 24, 2008

MYNDIR !!!!!!

Já loksins fann ég stad og stund til ad setja inn einhverjar myndir frá Argentínu, Chile og Bólivíu !
Annars erum vid komin yfir til Perú.. og verdum ad segja ad okkur hálfpartinn létti bara vid thad eitt ad labba yfir landamaerin.. Bólivía var ekki alveg ad gera sig thví midur. En Perú er yndisleg.. so far. Búin ad vera hérna í sólahring og erum gjorsamlega ad taema peningaveskin hérna !!!!!
Forum til Cuzco í fyrramálid og reynum ad finna okkur ferd sem fyrst ad Machu Picchu, sem ég get ekki bedid eftir !

Skodid myndirnar,
thangad til naest.. verid hress, ekkert stress, bless bless...

Saturday, March 22, 2008

Afsloppun vid Lake Titicaca..Peru a morgun !

Já thad er búid ad vera mikil keyrsla á okkur sídan vid fórum frá Chile og var thví ákvedid ad taka góda afsloppun hérna vid Lake Titicaca, Bólivíu megin. Lake Titicaca er í 3820 metra haed og bara svo thid gerid ykkur grein fyrir staerdinni á thví thá er thad 230 km langt og einhverjir 90 km á breidd !! Thad naer thví yfir til Peru líka. Ofbodslega fallegt vatn. Erum a svaka fínu hóteli med útsýni yfir vatnid. Gódur stadur til ad slappa af og hlada batteríin fyrir naesta spretthlaup!

Thar sem thad hefur verid mikil keyrsla hjá okkur hérna í Bólivíu thá hefur ekki gefist tími til ad skrifa neitt um Bólivíu... svo thid fáid thví of stóran skammt af bloggfaerslu núna !!!

Vid fórum frá Chile 16. mars í 3ja jeppaferd um Bólivíu. Landamaeri Bólivíu voru bara grín ! Bara einn lítill moldarkofi i midri eydimorkinni og ekkert í kring ! Ég aetladi varla ad trúa thessu! En allt gekk vel og fengu G&M stimpil í fallega neydarvegabréfid sitt ! Á leidinni á fyrsta svefnstadinn okkar stoppudum vid á nokkrum votnum, eitt var hvítt, eitt var graent og eitt var rautt. Og fullt af flamengó fuglum. Stoppudum líka vid "ledjugeysi". Their kalla thetta geysi, en er ekki eins og geysirinn okkar... Bara 120 grádu heitur ledjudrullupollar hehe... Pant ekki detta thar ofan í ! Fyrsta daginn okkar fórum vid haedst upp í 5400 metra haed ! Fyrsta gististadurinn okkar var í 4900 metra haed og madur fann líka alveg vel fyrir thví !! Melkorka vard alveg fárveik og aeldi, og thad sama gerdist fyrir annan strák sem var med okkur í hóp. Ég sjálf (Unnz) var med stanslausan hausverk í 3 daga, alveg yndislegt ! En hérna í Andes londunum eru "Coca leaves" leyfileg, og tuggdi madur thad eda setti út í heitt vatn til ad losna vid oll óthaegindin... sem virkadi alveg furdu vel.. en get ekki sagt ad thad sé gott á bragdid !!
Dagur tvo! Rise and shine kl. 7, morgunmatur og jeppinn hladinn aftur. Keyrdum gegnum eydimorkina eftir hraedilegum vegum, sáum villt Lamadýr, einn villtan strút, helling af flamengo fuglum og helling af votnum ! Annar gististadurinn okkar var Salt hótel. Thar var allt gjorsamlega búid til úr salti, hótelid, bordin, stólarnir, rúmin... gólfin voru bara salt ! Tharna vorum vid adeins búin ad laekka okkur í haed og vorum "bara" í 3600 metra haed, en madur fann strax muninn.
Hótelid okkar var alveg vid heimsins staersta Salt flats (salteydimork). Ekki nema 12.000 ferkm. ad staerd !!! Svo thad var vaknad snemma naesta morgun og keyrt ad saltinu. Vid keyrdum thvert yfir eydimorkina, sem tók einhverja 4 tíma... med nokkrum stoppum... Stoppudum m.a. á einhverri eyju sem var full af kaktustum. Stoppudum líka á odrum stad thar sem vid sáum hvernig their vinna úr saltinu. Vid keyptum okkur 1 kíló af salti á 5 ískr. hehehe.
Lokaáfangastadurinn okkar var Uyuni. Thar var okkur hent út úr jeppanum. Uyuni er rosalega róleg borg/baer.. Madur heyrdi varla hljód frá bílunum. Vid vorum ekkert svakalega hrifin og ákvádum thví ad taka naeturrútu yfir til Sucre ! Svakalega gód hugmynd !! 11 klst rútuferd, í rútu sem var vid thad ad lidast í sundur, keyrdum eftir verstu malarvegum í heimi og ekkert klósett um bord ! Vei! Stoppudum einu sinni á leidinni og thad var eftir 6-7 klst og thar var ekkert klósett í bodi ! Vei ! Ég hélt ad thessi rútuferd myndi aldrei taka enda ! En ótrúlegt en satt komumst vid á áfangastad og hentumst á naesta hostel. Gaurinn í móttokunni aetladi aldrei ad vakna ! Vid dingludum milljón sinnum... enginn kom til dyra.. Siggi komst svo ad thví stuttu seinna ad vid gátum opnad hurdina sjálf tihi... Thá lá gaurinn steinsofandi í sófanum og tók okkur nokkurn tíma ad vekja manninn.. sem var alveg ábyggilega áfengisdaudur !!
Fyrsti dagurin okkar í Sucre fór bara í rugl... vorum algjorlega búin eftir thessa ferd ! En daginn eftir fórum vid ad sjá risaedlufótspor sem voru fundin fyrir 25 árum ! Thad var býsna magnad !! Ég hélt í fyrstu ad thetta vaeri eitthvad plat.. en svo er ekki.. Allir helstu sérfraedingar hafa komid og skodad thetta og fengu thau stadfest 1998 ad thetta vaeru 68 milljóna ára gomul risaedlufótspor. Thegar risaedlurnar skildu eftir sig thessi fótspor var jordin alveg flot, en núna er thetta ordin 90 grádu klettur ! Thetta er heimsins staersti flotur af risaedlufótsporum sem hafa fundist.
Okkur bara hálf leiddist tharna í Sucre.. og líkadi eiginlega ekki vel tharna.. Vid erum í rauninni ekki alveg ad fíla okkur hérna í Bólivíu. Fátaektin hérna er svo hrikaleg, og erfitt ad hafa mannleg samskipti vid fólk hérna. Their eru ekki ennthá búnir ad átta sig á thví ad túrisminn er gódur fyrir landid ! Talandi um fátaektina.. Fólk gjorsamlega eltir mann á rondum ad sníkja pening, madur sér lítil born skítug upp fyrir haus og thjást af naeringaskorti. Vid sáum m.a. lítinn strák, sem hefur ekki verid meira en 4 ára gamall, kúka ofan í nidurfall út á gotu !!
Vid bókudum okkur í rútu til La Paz... 12 klst ferdalag. Vid spurdum audvitad ad thví ádur en vid keyptum midana hvort thad vaeri klósett um bord, audvitad er klósett um bord var svarid... En thegar vid komum um bord komumst vid ad thví ad thad var klósett.. en thad var bilad ! Jess... En vid stoppudum einu sinni á leidinni og fengum thá ad hoppa á klósettid !
La Paz er eiginlega furdulegasta hofudborg sem ég hef komid til... stórborg med smábaejarbrag á sér, lítil nidurnídd múrhús byggd upp í haedina. Vid fórum bara beint inn á rútustodina og keyptum okkur mida til Lake Titicaca, sem fór 30 mín seinna. 3 1/2 tími sagdi konan sem seldi okkur midana.. en gleymdi greinilega ad taka inn í reikninginn ALLA UMFERDINA á leidinni !! Fostudagurinn langi og audvitad oll thjódin á leidinni út úr baenum á sama tíma !! 2 akreina gata var ordin ad 4 akreina gotu, fólk bara keyrdi einhvern veginn og var alveg sama um allar umferdareglur! Madur sá líka fólk labbandi og hjólandi medfram veginum.. fólk gerir thad víst, labbar ad Lake Titicaca... Pant ekki ég ! Thegar vid vorum búin ad keyra í smá tíma medfram vatninu kemur starfsmadur í rútunni og segir ad vid thurfum ad fara út úr rútunni, labba nidur ad bryggju og fara med ferju yfir og hitta rútuna svo thar. Yndislegt skipulagid hérna í Bólivíu. Ein rod til ad kaupa mida med ferjunni svo onnur rod til ad komast í ferjuna, kjánalegt !
Jaeja vid komumst loksins ad Copacabana (baerinn sem vid erum í vid vatnid) 5 1/2 tíma seinna.. og mikid var ég fegin ad vid vorum búin ad bóka okkur gistingu. Búin ad vera á ferdalagi i 18 tíma og skrilljón fullar rútur af ferdamonnum.. ekki mikid laust á gististodunum hérna.
Hér verdur bara afsloppun og ekkert gert... nema sumir sem kunna ekki ad slaka á eru ad fara i ferd út á einhverja eyju í vatninu.

Á morgun leggjum vid af stad til Perú. Verdum í bae sem heitir Puno og er líka vid Titicaca vatnid, slokum thar á í 2 daga og leggjum thá af stad til MACHU PICCHU ! loksins !!!! Forum fyrst í einn bae sem heitir Cuzco og finnum okkur ferd til Machu Picchu.

Jaeja thetta er ordid nógu helviti langt. Heyrumst í perú
BLESS !

Saturday, March 15, 2008

Bolivia naest a dagskra !

Komidi nu sael og blessud !
Vid erum nuna stodd i San Pedro de Atacama i Chile. Thetta er otrulega litill og kruttulegur baer. Bua adeins 5000 manns herna... og eg myndi svona giska a ad 90% af folkinu sem byr herna vinnur vid ferdaidnad. Mikill ferdamannabaer, enda erum vid vid thurrustu eydimork i heiminum (skv. bibliunni okkar - Lonely Planet bokinni). Rafmagnid er tekid af baenum 2 tima a dag, seinnipartinn og um nottina, klukkutima i senn. Vid komumst ad thvi i gaer thegar vid vorum ad hamast a internetinu, svo bara do allt ! Fyndid !
Strakarnir eru nuna i Sandboarding i Death Valley... vonum ad their komi lifandi til baka. Vid stelpurnar forum i verslunarferd ad kaupa hly fot fyrir Boliviu !!
I kvold forum vid svo inn i eydimorkina ad skoda stjornurnar og faum ad lita i gegnum risa stjornukiki og sjaum tha tunglid og reikistjornurnar i allri sinni fegurd!

I fyrramalid forum vid svo i 3ja daga jeppaferd yfir til Boliviu og gistum ma. a Salt hoteli a leidinni... Hotelid er semsagt buid til ur salti ! I thessari ferd faum vid ma. ad sja votn i allskonar litum, flamingo fugla og heimsins staersta Salt flats (sem er audvitad i Boliviu). Vid erum otrulega spennt fyrir thessari ferd. Nema eg er ordin pinu stressud, thar sem vid erum ad fara upp i mikla haed.. mig minnir ad Salt Flats se i ca. 4000 metra haed yfir sjavarmali... og tha getur madur ordid mjog veikur ! Ekkert svo spennandi.... en alveg thess virdi !
Vid eydum kannski viku i Boliviu og eydum svo restinni af ferdinni i Peru! Mjog spennandi timar framundan. Hlakka otrulega til ad fara til Boliviu og Peru.
Annars eru allir hressir.... fyrir utan sma hor i nefi og hostakost af og til... en hvad er thad a milli vina?
Bid ad heilsa i bili... heyrumst naest i Boliviu !!!
Tchau !
ps. Eg var ad uppfaera ferdaplanid ;)

Thursday, March 13, 2008

Antofagasta i annad sinn...

Vil bara segja hérna til ad byrja med ad Bob Dylan tónleikarnir voru gedveikir... thad var mjog gaman ad hlusta á thetta tharna thó ad umgjordin tharna á tónleikunum var ekki beint mjog gód, tók okkur svona 20 mínútur ad finna saetin okkar thví thad var í rauninni enginn sem vissi hvar thau voru og allir bentu okkur í bara einhverja átt en thau fundust ad lokum sem betur fer. Svo var ljósashowid eins og ad einhver heimilislaus róni hafi verid fenginn til ad stjórna thví... ekki illa meint en thid skiljid pointid. Annad hvort var í rauninni bara slokkt eda kveikt á ljósunum.

Lentum hérna i Antofagasta i gaer, 12.mars og erum thví hérna í annad sinn. Thetta er hinsvegar ekki mjog spennandi stadur og thessvegna erum vid ad fara hédan sem fyrst. En ádur en vid gerum thad thá ákvádum vid ad fara í túr í dag sem inniheldur ferd ad stad sem heitir einhverju skemmtilegu nafni en thad er stadur vid sjóinn thar sem vid sjóinn sem er ofan á svona bjargi í rauninni en thad eru svona 40 metrar sennilega nidur i fjorubordid en thetta eru bara svona klettar eitthvad og thad merkilega vid thennann stad var í rauninni bara svona klettur sem var rétt út fyrir landid sem var svona hola í gegnum... gaman ad thví en vid vorum einmitt ad koma úr theirri ferd, svo erum vid ad fara ad halda áfram í ferdinni okkar núna eftir klukkutíma en gaman ad segja frá thví ad vid fengum pabba kallsins sem rekur hótelid sem vid erum á til thess ad skutla okkur allt thetta fyrir einhvern pening... eda ad okkur var i rauninni bodid thetta, mjog fínn kall sko en hann er ekki beint besti bílstjóri í heimi, hann er svona húfuafinn á íslandi... en ágaetur samt :)

En thad sem hann er ad fara med okkur á eftir er mjog flott sko, thad er svona hond sem er bara i midri eydimorkinni, klettar sem eru bara nakvaemlega eins og risastor hond... ekkert smá svalt en tekur einhvern smá tíma ad komast thangad... veit ekki hvort thetta var búid til eda hvad en hlakkar samt til ad fara thangad.

Svo erum vid ad fara ad koma okkur á stad sem vid keyrdum í rauninni í gegnum og fengum stimpil inn í landid thegar vid fyrst komum yfir til Chile en hann heitir San Pedro og er í 2500 metra haed. Thad er haegt ad sjá alveg fullt af hlutum thar og vid aetlum ad fara i einhverjar ferdir thar... thessi baer er bara í rauninni í eydimork og ekkert nálaegt. Samt alveg 5000 manna baer. Eins og okkur langar mikid ad eyda tíma thar thá bara getum vid ekki gert allt sem okkur langar ad gera thví vid erum í dálítilli tímathrong. Thurfum ad fara ad koma okkur yfir til Boliviu en vid tokum einmitt rútu frá San Pedro til Boliviu thví vid erum rétt vid landamaerin tharna og svo ad koma okkur yfir til Peru og sjá allt sem vid aetlum okkur ad sjá thar... thannig ad naesti mánudur verdur bara hálf tekinn á hlaupum eins leidinlegt og thad er en vid verdum bara ad vera á tánum.

Eg, Unnur og Melkorka aetludum ad fara á strondina á medan vid vorum ad bída eftir ad fara í hina ferdina okkar í dag og toltum bara eitthvad til thess ad leita ad strond thví ad vid vorum búin ad sjá einhverjar strendur hérna. Vid fundum á endanum stad vid sjóinn en kannski ekki beint strond hehehe... thetta var bara hofnin í Antofagasta... var verid ad lesta stór gámaskip tharna en vid vorum svona rétt fyrir utan svaedid, thad lá svona gongustígur út á einn varnargardinn sem var med bekkjum og vita. Vid fundum okkur bara góda bekki og ég skellti handklaedinu á bekkinn og lagdist bara... Eg held ekkert um thad ad fólk sem labbadi framhjá okkur hafa bara sagt vid sig " heimsku túristar !" hehe eda bara hlegid af okkur íslendingunum sem voru ad reyna ad raena brúnku á hofninni.

Annars er bara alltaf sama góda vedrid hérna og sól sem er alveg glaesilegt en thegar vid komum til Boliviu og Peru thá er onnur saga... jújú, thad getur alveg verid gott vedur en eins gott ad ég kom med jakkann minn med sem ég er búinn ad vera ad droslast med alla ferdina og aldrei thurft ad nota, thví í 3-4000 metra haed thá er ekki beint heitt... ekki einu sinni thegar thad er heidskýrt og sól... thad er bara svona íslenskur napurleiki eiginlega... hlakkar ekki beint til thess en jaeja, fullt af hlutum ad sjá tharna og Bolivia er eiginlega mest thekkt fyrir ad vera med haedstu hluti í heiminum eda eins og bókin góda ordar " famous for highest everything ".

Thakka fyrir mig,

ChileSigginn

Sunday, March 9, 2008

Chile aetlar ekki ad vera vinur okkar!!!

Jaeja ta erum vid lent i Santiago Chile, lentum herna semsagt fyrr i kvold, fundum tetta lika fina hostel, risastort hus ekkert sma fallegt, fallegur gardur med sundlaug og bar og ollum graejum, min farin ad bua sig undir solbad og chill af haesta gaedaflokki.
Tar sem ad tad var pinulitil treyta i manni og mikid ad gera a morgun ta akvadum vid ad fara snemma i hattinn, ekki alveg. Milli eitt og tvo i nott (eda eiginlega adan tvi ad klukkan er ad verda 3 um nott nuna...) ta rydjast inn i herbergid tveir sauddrukknir einstaklingar, med tvilik laeti, manni heyrist a teim og ser ad teir seu ad skipta um fot til tess ad fara ut og halda afram ad djamma, vid voknudum oll vid laetin en letum ekkert heyra i okkur, bidum bara roleg tangad til teir faeru ut, tad var greinilega ekki nog fyrir ta tvi ad tegar teir eru ad fara ta labbar annar gaurinn ad kojunni hans gunna og segir vid hann :sorry ad eg vakti tig....og svo kylir hann gunna i andlitid og hleypur ut, gunni rykur ut a eftir teim og ta er sa sem kyldi hann farinn ut en hinn gaejinn segist ekki tekkja hann, eg bara veit ekkert hver tetta er, endilega komdu med okunnugt folk inna hostel herbergi, vel gert!! Ekki nog med tad ad hafa komid inn med tvilikum latum og ad gunni greyid var kyldur ta tokum vid eftir tvi ad sa sami og atti hoggid hafdi migid i hornid a herberginu, frabaert. Vid tolum vid tau i afgreidslunni og okkur tilkynnt ad teim eda honum vid vitum ekki hvort teir eru badir ad gista herna verdi hent ut um leid, vid gunni fengum annad herbergi tannig ad tad er strax skarra, manni lidur ekki vel i herbergi med folki sem migur a golf og kylir mann og annann.
Tegar vid vorum ad taka saman dotid okkar ta heyrast einhver laeti ur hinu herberginu, tetta er sett tannig upp ad tad eru 4 kojur, svo kemur sma hurd og adrar 4 kojur tar inni, tannig sed buid ad stuka tetta af i 2 herbergi, tar semsagt heyrast laeti og gaur sem ad vinnur her reynir ad opna hurdina en henni er lokad med tad sama, hann kemst samt inn ad lokum og tar tok a moti okkur fullasti gaur i heiminum, sem var voda pirradur yfir tvi ad vera vakin. held ad hann hafi samt ekki vitad hvad hann het eda hvar hann var, hann var svo blekolvadur, strunsar a klosettid og kemur til baka og glapir a okkur og segir okkur ad haetta ad stara a hann og fa okkur lif, loksins fer hann ad sofa tannig ad tad kom loksins ro.
Vid Gunni vorum einmitt ad tala um ad vid komumst yfir landamaerin a frabaeru vegabrefunum okkar, tad var ekkert mal ad fara i flugid til Santiago (tar sem ad tad flug var med hinum vegabrefanumerunum) gaefan virtist loksins vera komin tilbaka til okkar, mer synist a ollu ad hun se farin eins fljott og hun kom.
Iron maiden tonleikarnir eru semsagt a morgun og tad er uppselt!! tannig ad morgundagurinn mun fara i tad ad redda midum, sjaum til hversu vel tad gengur.

Friday, March 7, 2008

med hjartad í buxunum í 4320m haed

thetta er langur póstur en segir sogu okkar melkorku um ferdina yfir landamaerin. sem var fródleg.

mikid búid ad gerast sídustu daga sídan ad vid vorum á leidinni til mendoza. skelltum okkur til salta, baejar í nordurhluta argentínu sem átti ad vera skemmtilegur baer til ad skella sér til og hanga í í smá stund ádur en ad vid logdum leid okkar yfir andesfjollin til chile. thegar vid komum á rútustodina eftir 17 tíma rútuferd (ekki sú fyrsta og ekki sú sídasta) ákvádum vid ad kaupa midann yfir til chile strax svo vid fengum nú orugglega mida thannig ad vid naedum fluginu okkar. okkur melkorku grunadi ekki hvad bidi okkar mikid leidindarvesen útaf vegabréfunum, eda ollu heldur, skortur á theim sem var stolid. stelpan í afgreidslunni var búin ad selja okkur ollum midana og taka vid greidslu thegar hún bidur um vegabréfin okkar allra. hún stoppadi um leid á okkar og sagdist ekki getad selt okkur midana...okkur rak í rogastans, hún vildi fá vegabréf med inngongu stimplinum frá argentínu...eitthvad sem er fest kyrfilega í stolnu vegabréfunum. ég var snoggur ad hugsa og spurdi hana um immigration office í salta thar sem ad vid gaetum fengid hann, hvort ad vaeri opid og hvar thad vaeri, fékk thaer upplýsingar og grátbad hana um ad geyma midana í smá stund, hún lofadi thví en endurgreiddi midana engu ad sídur. stukkum um bord í leigubíl á leid til bjargvaettanna sem lokudu tvo.
thegar vid maetum á skrifstofuna (sem var í rusli thví ad verid var ad gera upp húsnaedid) áttum ég og melkorka okkur eiginlega á ad okkar bída algjor leidindi. thau voru óratíma ad útskýra fyrir okkur ad vid thurftum ad fá pappír hjá theim, fara med hann í banka, borga 50 pesóa á mann, koma til baka og fá leyfi til ad fara frá argentínu...klukkan var korter í tvo. vid útskýrdum á móti ad vid urdum ad fá leyfid til ad mega kaupa mida yfir til chile, sex saeti laus í rútunni ádur en ad vid fjogur aetludum ad kaupa midana okkar og engin rúta fyrr en á sunnudaginn, longu eftir flugid okkar til santiago. thau sogdu okkur ad fá midann hjá theim, sýna hann á rútustodinni, fara strax í fyrramálid og borga í bankanum maeta svo hress og spok á immigration offissid og fá leyfid...gott plan.
maetum á rútustodina aftur med midann sem vid áttum ad borga frá immigration stofunni og sogdum ad thetta vaeri thad besta sem vid gaetum reddad thví ad bankinn og immigration stofan voru lokud...stelpunni leid ekki vel med thad, henni myndi lída betur ef ad vid toludum vid bossinn hennar, sebastian, sem kaemi hálf fjogur...ekkert mál, fyrir utan thad ad hún var sú eina sem taladi ensku og hún var ad haetta í dag. fullkomid. maetum aftur á rútustodina (sem var nánast thad eina sem vid hofdum séd af baenum) og thar segja starfsmennirnir okkur ad hann sebastian komi ekki fyrr en fimm...glaesilegt. maetum enn einu sinni á rútustodina til ad tala vid bossinn sebastian klukkan fimm til thess ad fá ad heyra ad hann er ekki tharna og their vita ekki alveg hvort ad hann aetli ad koma yfir hofud. eftir smá samtal vid thennan starfsmann thar sem ad vid útskýrum vandamál okkar ákvedur hann ad selja okkur midana aftur, hann skildi thad ad vid thurftum skiljanlega ad fá thetta leyfi og pappírinn sem vid vorum med í hondunum frá immigration sagdi eiginlega ad their voru búnir ad gefa okkur leyfid, svo gott sem allaveganna. sigur! vandamálid leyst!

ekki alveg.

sko, málid er thad ad bankinn opnadi níu...og okkur langadi ad gera eitthvad yfir daginn, thannig ad vid bókudum okkur tour sem tók allann naesta dag og somdum um thad ad hún myndi byrja klukkan 10. klukkutími til ad skella sér í banka og fá leyfid til ad fara frá immigration offissinu? hvad gat klikkad? naesta dag tokum vid taxa eitthvad um korter í níu, aetlum sko ad maeta snemma. keyrum framhjá thví sem ad virtist vera banki í midbaenum med rod lengri en allt fyrir framan en taxinn setti okkur svo fyrir framan annan banka og vid stukkum inn. thar var okkur sagt ad vid thurftum ad fara í bank of argentina banka til ad borga thennan mida, ég vissi strax hvada banki thad var. rodin var búin ad lengjast um helming thegar vid komum thangad og var núna heil blokk. tók um hálftíma ad bída fyrir 20 sekúndna afgreidslu, klukkan núna rétt yfir hálf tíu, vid mundum pottthétt ná thessu eftir allt saman. stokkvum í taxa og holdum aftur á immigrations. ég get ekki lýst thví hvad madur átti eftir ad verda pirradur, stressadur og frústreradur naestu fjorutíu og fimm mínúturnar en thad var býsna mikid. thad virtist bara ekkert eiga sér stad tharna inni og tíminn eins og vid thekkjum hann átti ekki heima tharna. maettum loks í túrinn okkar einhverjum 40 mínútum of seint.

daginn eftir var kominn tími til ad láta reyna á passana okkar handskrifudu. rútan lagdi af stad 7 um morguninn og fór nákvaemlega somu leid og vid hofdum oll farid daginn ádur í túrnum okkar. eitthvad um eitt leytid maetum vid á landamaerastod argentínu. med hjartad í buxunum fórum ég og melkorka med föndrudu passana okkar til ad sjá hvort ad vid fengum nú ad fara, vid reyndar héldum ad thetta vaeri landamaeri chile og argentínu, en thá var thetta bara argentínuhlutinn...thad voru um 250 kílómetrar í landamaeraeftirlit chile, andes fjollin eru víst ágaet hindrun. allt gekk vel og vid héldum áfram, ekkert var enn komid í ljós vardandi vegabréfin, thad kaemi semsagt í ljós eftir thessa 250km. fórum mest í 4320m haed med rútunni sem er ótrúlegt eiginlega, thad sem er ótrúlegra er hversu illa manni getur lidid í svona haed. ég thjádist beinlínis af súrefnisskorti, melkorka hafdi áhyggjur ad mér, ég var víst med bláar varir og augnlok, mér var mest flökur í heiminum, svimadi og leid hreint bara hörmulega. ég byrjadi ad hafa verulegar áhyggjur eftir fyrstu hundrad kílómetrana af thví ad vera ekki hleypt inní chile. thad hafdi verid möguleiki allan tímann, og madur vissi thad, en madur áttadi sig alls ekki á thví hversu illa staddur madur vaeri ef ad thad gerdist...ok, thér er hent út úr rútunni á landamaerum chile og argentínu, ekkert mál, thá ferdu bara aftur til argentínu...en hvad ef ad thér er hent út úr rútunni í midjum andesfjollunum...thví ad vid vorum bókstaflega nákvaemlega hvergi. á milli landamaerastodva chile og argentínu voru 250km af andesfjollunum, ekkert annad, og vid vorum svo hátt uppi ad vid hofdum ekki einu sinni séd gródur allan tímann og thad var skítkalt thó ad thad saeist ekki ský á himni. thegar vid komum á landamaerastod chile var ég bókstaflega skíthraeddur, ég held ad hjartad hafi misst úr nokkur slog thegar gaurinn sem var ad skoda vegabréf mitt og melkorku stoppadi adeins, horfdi grunsamlega á thau, tékkadi á einhvern mida hvada fjandans land islandia vaeri og stimpladi svo á passana...mikill léttir, ekkert vesen, loksins, ég og melkorka vorum alveg farin ad eiga thad skilid.

thannig ad núna erum vid í chile, fljúgum á morgun til santiago og reynum eins og vindurinn ad komast á iron maiden og bob dylan.

ég bidst afsokunar á longum pósti, ég er viss um ad enginn nenni ad lesa thetta nema mamma, sorrí mamma, their sem lesa hann eiga ad skipa unni ad blogga um óvedursoguna af sér í salta.

Friday, February 29, 2008

Allt ad gerast.....

.... Vonum thad allavega !
Gunni og Melkorka fengu loksins glaesilegu neydarvegabréfin sín í gaer ! Og thau eru HANDSKRIFUD ! Líta soldid út fyrir thad ad vera folsud.... Thad er ekki maelt med thví ad thau ferdist á thessum vegabréfum (sem mér finnst ekkert skrýtid midad vid útlitid á theim) og sagdi raedismadurinn theim ad thad fer í rauninni eftir thví hvort manneskjan sem tekur vid theim i vegabréfaeftirlitinu hafi átt gódan eda slaeman dag, hvort thau komist áfram.... en vid holdum otraud áfram og vonum thad besta !
Thar sem vid erum búin ad missa soldin tíma út af thessu og búin ad baeta heilu landi vid, verdur bara sett i fimmta gír og thví mikil keyrsla framundan naestu daga svo vid naum ad gera allt sem vid viljum gera.
Vid leggjum af stad núna seinnipartinn til baejar sem heitir Mendoza og er vínhérad. Thar er framleitt 70% af ollu argentínsku víni... jessss !!! Og thad vill svo skemmtilega til ad thad er ad byrja vín festival thar í dag... sem vaeri býsna spennandi ef vid vaerum komin med GISTINGU !! Svo thad tekur bara enn eitt aevintýrid vid thegar vid komum til Mendoza og reynum ad finna gistingu... Thar sem thetta vín festival er í gangi núna thá voru allar svefnrútunar uppbókadar, sem thýdir ad vid verdum ad sitja i venjulegum saetum i 16 klukkustundir ! Annad jeesssss!
Planid er ad eyda 2 dogum i Mendoza og aetlum vid thá ad koma okkur upp til Salta. Aetli vid eydum ekki 2-3 dogum thar. Og thá tekur aevintýrid vid... ad koma Melkorku og Gunna yfir landamaerin og yfir til Chile ! Thad verdur áhugavert.
Planid fyrir Chile: Tónleikar med Bob Dylan og Iron Maiden!!

Thangad til naest

Wednesday, February 27, 2008

Stefnumotid mitt og fleira

Jaeja, eg aetla ad lata thennan sextugasta pòst ferdarinnar fjalla adeins um hitt og thetta og thar a medal fràbaert stefnumòt sem èg atti med sjalfum mer herna i gaer :)

Byrjadi daginn a thvi ad reyna ad leita mer ad einhverjum stad til thess ad komast i nudd og frìska adeins uppa likamann, get ekki beint sagt ad madur se alltaf ad sofa a nyjustu dynunum eda sitjandi i nyjustu stolunum herna. Eg fann stad med hjàlp google eins og alltaf og for thangad svona eitthvad fyrir hadegi, thar tok a moti mer kona sem taladi alveg saemilega ensku og eg keypti mer semsagt nudd i rett taepan klukkutima.
Thegar eg var buinn ad ganga fra greidslu, tha kom madur ad mer og hann atti ad fylgja mer um stadinn, hann byrjadi a thvi ad vìsa mer i einkaklefa thar sem madur hafdi fataskipti og svo sagdi hann mer ad hoppa i sturtu sem var rett hja og retti mer nyja sàpu og alles, rosa flott alveg. Svo vìsadi hann mer inni lyftu og vid forum uppa adra haed thar sem allir nuddklefarnir voru. Thar hitti eg nuddarann minn sem var kona svona um fimmtugt sennilega en hun sagdi mer ad fara i einhverjar asnalegustu naerbuxur sem eg hef sed, ef ad thetta maetti kalla naerbuxur, voru svona himinblàar og ur sama efni og svona hàrnet eru. Jaeja, eg fylgdi bara skipunum og svo byrjadi thetta aedislega nudd. Full-body nudd alveg frà toppi til tàar bàdum megin, ekkert smà thaegilegt. Svo eftir taepann klukkutima var aftur haldid i sturtuna og skipt um fot og thad voru svo allskonar krem og gel og eyrnapinnar sem madur fekk a leidinni ùt afthvi ad madur var nu svo merkilegur :)

Àkvad svo ad hoppa inna veitingastad tharna nalaegt og fekk mer alveg aedislegan brunch sem var kjùlli og sveppir og alles, endadi thad med fràbaerum argentìnskum kaffibolla og hèlt minni leid afram.

Rakst svo a stad sem selur svona gourmet ìs, fèkk mer box med tveimur tegundum i svona fraudform eitthvad, alveg geggjad godur, betri en Ben&Jerry`s sko.

Svo var àkvedid ad kíkja kannski bara í bíó. Endadi med ad fara í bíó á nýjustu Rambo myndina sem var algjor snilld fannst mèr. Vorum 3 strákar í salnum og vorum allir einir bara hehe, einmanna stràkar à stefnumòti med sjàlfum sèr hehe. Audvitad var svo popp og kók med thvi en thad er dàldid fyndid ad thad er haegt ad fà saett popp herna, thori ekki ad smakka thad, erum bùin ad gera nóg af tilraunum med popp herna i ferdalaginu.

Svo var klukkan ordin svona 18 thegar eg labbadi utur bíóinu sem er vid svona sìki herna i baenum, 15 mínútna siggalabb ( frekar hratt labb ) frà hostelinu okkar. Àkvad thvi naest ad taka rómantíska gongu medfram síkinu sem er dáldi breytt og labbadi i nokkud langan tima og svo aftur til baka. Thad er fínt ad gera thetta til ad fá lit thvi thad er dáldid mikid af malbiki herna og fáir stadir til ad leggjast nidur og raena sér brúnku. Mer finnst thad lika alveg magnad en sólin herna fer ekkert nidur fyrr en svona rúmlega 20 en thad er svo komid myrkur thannig lagad um 21.

Á gongu minni fann eg lika "Hooters" hehe, allt er nu haegt ad finna herna. Eg fór strax med thaer frettir til gunna thegar eg kom heim uppa hostel med fundinn minn og sagdi honum ad vid vaerum komnir med stad til ad borda kvoldmat naest, aetlum kannski ad kikja a thetta a naestu dogum, annars fer eg bara aftur a stefnumot med sjalfum mer.... á Hooters hehe.

Jaeja, allt thetta ad gera bara a einum degi, madur gaeti nu verid sma forvitinn hvad thessi dagur kostadi mann en eg tók thad einmitt saman og thetta var ekki mikid, nokkud minna en a islandi. Allt thetta frá A-ö kostadi rétt rúmar 4.000 isk.- Allur dagurinn med ollu, vaeri til i ad gera thetta nokkra daga alveg.

En svo thad naesta, fórum í svokalladan vats"rennibrauta"gard i dag oll saman, tók svona 20 minutur ad keyra thangad i taxa. Borgudum okkur thangad inn og taxinn keyrdi okkur alveg ad einhverjum inngangi. Vid sáum samt hvergi vatn. Lobbudum eitthvad meira tharna og sáum á endanum nokkud stóra sundlaug tharna úti og einhverja hálfgerda barnarennibraut sem var sennilega lokud thvi thad var ekki sála í henni og varla nálaegt. Jaeja en tharna vid innganginn var semsagt eitthvad hlid sem einhverjir verdir stódu vid en vid fengum ekki ad fara i gegn, their sogdu okkur nefnilega ad vid thyrftum ad fara í !! LAEKNISSKODUN !! ádur en okkur yrdi hleypt inn. Frekar fyndid... aldrei lent i thessu ádur, okey samt, lobbudum eiginlega alla leidina aftur til baka og inni eitthvad risastórt herbergi, stelpurar fóru samt i eitthvad annad herbergi. Eg og gunni lobbudum tharna inn og thurftum ad fara i sturtu fyrir laeknisskodun sem vid gerdum. Svo lobbudum vid i eitthvad annad herbergi thar sem vid vorum bednir um ad fara ur skónum og syna theim taernar a okkur. Gunni thurfti eitthvad ad lyfta upp hondunum og melkorka thurfti ad syna a ser nárann eitthvad og svo var líka rótad í hárinu a henni eitthvad "( Hefur einhver lent i eins reynslu... fyrir sundferd !!! )". Jaeja komumst svo loks inn og lagum i solbadi i einhverja 3 tima held eg, sundlaugin var eiginlega of kold til ad fara i hana hehe. En forum svo bara uppa hostel aftur eftir thessa ferd.

Thad fyndnasta var eiginlega ad mer fannst ad vid thurftum ad fara i alla thessa laeknisskodun og blablabla og allt thetta til ad tryggja okkar helsta oryggi en svo var helvitis gardurinn vid endann a internation flugvellinum i Buenos Aires !! Sem thyddi ad a svona ad medaltali 5 minutna fresti thá flugu 300 manna Boing flugvélar 50 metra fyrir ofan hausinn a okkur til ad lenda. Frekar skondid og thau tala um oryggi.

En planid fyrir kvoldid var ad fara eitthvad ut ad skemmta ser thvi thad a eitthvad ad vera ad gerast a stad sem er ekkert langt fra okkur, midvikudagur herna er svona eins og fimmtudagarnir heima ( thad er ad segja upphitun helgarinnar fyrir krakkana ) Sjaum til hvad gerist med thad allavegana en thangad til,

Adios amigos

Sigginn

Tuesday, February 26, 2008

skrambans murphy

vaegast sagt áttum vid versta sólarhring í ferdinni okkar og hugsanlega kaemist dagurinn inná topp 10 lista yfir vonda daga í heiminum. planid var ad fara med dan og cortney til smabaejar nordur ad buenos aires sem heitir guluyagachu...eda eitthvad fjári nálaegt thví. vid verdum eiginlega ad segja frá thví fyrst ad allt sem vid hofum gert med cortney og dan hefur verid omurlegt. vondir veitingarstadir, léleg thjónusta og bara almennt mislukkad. planid var ad fara til thessara baejar og skella okkur á carnival sem er haldid tharna um kvoldid en eyda deginum liggjandi á strondinni vid ánna sem liggur medfram baenum og gista svo í cabaña, svona litlum sumarkofa vid ánna sjálfa. eftir ad hafa ferdast med rútunni í 4 tíma komum vid til baejarins og byrjudum ad leita ad gistingu. thad var bókstaflega allt fullt. eftir ad hafa eitt klukkutíma í ad keyra á milli stada stingur leigubílstjórinn upp á thví ad vid gistum heima hjá honum. thá kom í ljós ad hann og konan hans ráku gistiheimili heima hjá sér, hann sagdi ad vid gaetum verid thar sex manns fyrir 300 pesóa, sem var ágaett. thegar vid hinsvegar komum thangad, eftir ad vid vorum búin ad rogast med allan farangurinn inn, reynir konan hans blákalt ad fjárkúga okkur, haekkadi verdid uppí 350...vid, ekki sátt, neitudum ad borga krónu...eh pesóa meira en samid var um. vid thetta brást konan illa vid og byrjadi ad moka auka dýnum sem voru inní herbergi dans og cortney út "ef thid viljid ekki borga meira, engar aukadýnur"...eins og vid hofdum eitthvad vid thaer ad gera.
eftir ad vera komin med gistingu voru allir sáttir, loksins gat dagurinn byrjad med tilheyrandi sólbadi á strondinni...ekki alveg. strondin var einn versti stadur sem mannkynid hefur skapad. vid byrjudum á thví ad bída í rod í hálftíma til ad borga okkur inn á strondina, heilan 300 kall á mann. eftir thad thurftum vid ad bída í annan hálftíma til ad kaupa okkur eitthvad ad borda, allir voru ordnir svangir og ákvordun hafdi verid tekin ad borda í afsloppun á strondinni. ímyndid ykkur nauthólsvíkina med hálfri reykjavík, nema thessi strond var svona helmingi minni. áin var med afgirtu svaedi sem mátti vada útí, vatnid nádi aldrei haerra en ad hné, cortney reyndi en var skommud. thad skipti heldur engu máli thví ad vatnid var pakkad af fólki. thegar vid vorum loksins komin inná stadin fór sólin. vid fengum fljótlega nóg og ákvádum ad skella okkur bara á hótelid og leggja okkur adeins fyrir kvoldid. thegar vid komum á hótelid hlammadi ég (gunnar) í rúmid og kveikti á sjónvarpinu, skipti um stod og sjónvarpid dó...unnur skellti sér í sturtu og svo fór hún og melkorka út í búd á medan ég og siggi logdum okkur. thegar thaer komu til baka gengu thaer inní herbergi sem angadi af brunalykt og andrúmsloftid var mettad af reyk. eftir ad ég hafdi vaknad almennilega byrjudum vid ad reyna ad komast ad thví hver orsokin vaeri...melkorka spurdi hvort ad thad vaeri einhver í sturtu og thad var rétt hjá henni, thad hljómadi eins og einhver vaeri í sturtu en vid vorum oll í herberginu. ég bankadi á dyrnar kurteisislega en fékk ekkert svar, gekk thví inn og thá maetti mér gufuveggur...sturtan gaf frá sér hljód sem minnti á hvaesandi kott. sturtan var semsagt byggd thannig upp ad thad var kassi á veggnum sem átti ad fylla af vatni, svo stakkstu kassanum í samband og hitaelement inní kassanum hitadi vatnid fyrir thig. svo áttiru ad taka kassann úr sambandi...unnur hafdi flaskad á sídasta atridinu. aftan á kassanum var risastórt gat eftir ad hitaelementin hofdu braett sér leid í gegnum plastkassann. vel gert unnur. melkorka eydilagdi bikiníid sitt thegar hún var ad gera sig klára fyrir kvoldid.
vid létum thetta ekki naga samviskuna lengi (thad var tekin ákvordun um ad laumast úr baenum án thess ad segja konunni) og fórum út ad borda. vid sátum vid stórt opid grill og vorum ad borda thegar uppúr thurru skaust glóandi heitur trjádrumbur úr grillinu og lenti vid faeturnar okkar...allnokkrir í opnum skóm. fórum svo á carnivalid sem var leidinlegt. á hótelinu festi unnur lykilin í skránni en thad hafdist fyrir rest ad koma okkur inn, thegar vid vorum ad gera okkur klár fyrir svefninn hrundi gardínustongin á unni thegar hún var ad reyna ad draga fyrir. herbergid angadi ad brádnudu plasti...rokkstjornurnar hofdu gjoreydilagt herbergid.
dan og cortney áttu rútumida aftur til buenos aires klukkan 11 morguninn eftir og aetludu ad vekja okkur til ad kvedja okkur. klukkan 11 vorum ég og melkorka ad velta fyrir okkur hvort ad thau hefdu verid á hradferd og sleppt ad kvedja okkur thegar dan bankar á dyrnar og tilkynnir ad thau hefdu sofid yfir sig og misst af rútunni, vekjaraklukkan hafdi ekki hringt. thau aetludu samt ad skella sér á rútustodina og ná naestu rútu heim. okkar rúta átti ad fara um eitt thannig ad vid vorum ekkert ad flýta okkur, skelltum okkur bara á rútustodina og fengum okkur ad borda. melkorka og unnur fóru í sjoppu til ad kaupa eitthvad fyrir ferdina á medan ég beid fyrir utan og passadi farangurinn okkar. medan ég stód tharna einn kemur madur upp ad mér og er ad spyrja mig eitthvad útí rútumidann sinn. ég sagdi honum ad ég taladi ekki spaensku og hann gafst upp á mér. í thví er pikkad í mig frá hinni hlidinni og thar er kona ad spyrja mig út í rútumidann sinn...ég segi henni, eins og honum, ad ég taladi ekki spaensku. hún strunsadi í burtu og thegar ég sneri mér vid var bakpokinn minn horfinn...ég hafdi verid raendur. vegabréfid mitt og melkorku, farid. ég hljóp eins og hauslaus kjúklingur um stodina í von um ad ramba á bakpokann minn en án árangurs. ég bad umsvifalaust um ad hringt yrdi á logregluna og svo var bara setid og bedid eftir henni...svo bidum vid meira...og svo meira. logreglan var ekki ad flýta sér. loksins kom hún og ég og melkorka hoppudum uppí bílinn og fengum fría ferd á logreglustodina...og tilbaka! ekki hinsvegar fyrr en ad vid hofdum setid thar í klukkutíma og horft á logreglukonuna sem var ad taka skýrslu af okkur gera fáránleg mistok trekk í trekk (nú? talidi ekki íslensku en erud frá írlandi?). enginn á logreglu stodinni taladi ensku sem gerdi allt saman miklu betra, engar ótharfa spurningar og svona.
ég og melkorka fengum svo rútumida til buenos aires nokkrum tímum seinna í verstu rútu í heiminum (utan guatemala audvitad) á leid til raedismanns íslands í argentínu.
eini ljósi punkturinn í thessari ferd okkar til baejarins var hundur sem konan á hótelinu átti, algort krútt.

framhald sídar
p.s.
bikiní melkorku er komid í lag thokk sé gunna, herdatrés og gardínubands

Friday, February 22, 2008

Seinustu dagar i Buenos Aires

Hallo allir seinustu dagar hafa verid mjog skemmtilegir, hofum verid i raun ad gera sem minnst en tad hefur verid rosalega fint ad fa sma afsloppun fyrir naesta ferdalag, enda er svo heitt herna ad tad er olysanlegt, vid hofum mikid verid med Dan sem er strakur sem var ad vinna a hosteli i Guatemala tegar vid vorum tar, hann semsagt byr herna nuna med kaerustunni sinni.

I fyrrakvold upplifdum vid eitt og annad, forum utad borda med Dan og tad vildi svo skemmtilega til ad tad var tunglmyrkvi i gaer, tar sem ad vid gatum ekki sed hann nogu vel fra svolunum hans Dan ta akvadum vid ad rolta i almenningsgard sem er rett hja ibudinni hans til tess ad sja tunglmyrkvan betur sem vid gerdum, hins vegar saum vid lika annad sem var ekki alveg a matsedlinum,vid tokum eftir tvi tegar vid settumst nidur i gardinn ad gatan sem var a moti okkur var greinilega mjog vinsaell fyrir vaendiskonur, taer voru allnokkrar tarna spigsporandi og tad er alveg greinilegt ad tetta er mjog vinsaell idnadur tar sem ad hver billinn stoppadi a faetur odrum, ekki eitthvad sem madur er vanur, tad "besta" er samt ad allti einu ta tokum vid eftir ungri stulku og svona manni a midjum aldri labba saman i gegnum gardinn, vid bjuggumst fastlega vid tvi ad tau faeru eitthvert innan dyra en svo var aldeilis ekki, vid saum tau allti einu bakvid tre rett hja okkur tar sem ad kallinn var semsagt ad fa munnmok fra vaendiskonunni, svo bara labbadi hann heim og hun for aftur ad "vinna". Ekki eitthvad sem tu serd a Islandi.

I gaer forum vid svo i ibudarhusid hja Dan og Courtney og fengum ad nota sundlaugina teirra sem var mjog kaerkomid i tessum hita, eg gaeti truad tvi ad tad hafi verid kominn svona 40 stiga hiti tegar tad var sem heitast, enda la vid bradnun a timabili.Naestu plon eru ad fara i litinn bae um 4 klst fra BA a laugardaginn sem eg gaeti ekki munad nafnid a til tess ad bjarga lifi minu, en allavega ta aetlum vid ad skella okkur med Dan og co af tvi ad tar a ad vera CARNIVAL, tad tridja i ferdinni, ekki slaemt tad :)Tadan verdur ferdinni sennilega heitid yfir til Mendoza sem er vinherad, verdur orugglega gaman ad skoda. Tadan held eg ad vid fikrum okkur upp til Salta sem er gamall indianabaer, eda med indianamenningu sem a ad vera mjog saetur, tadan getum vid farid og skodad eitthvad gljufur sem ad samkvaemt manni sem eg hitti i ouro preto eiga ad vera gul, bla og raud fjoll og utsyni fyrir allann peninginn.

Vid hofum verid ad basla vid ad finna gott vatn herna, tad bragdast eiginlega allt einsog faetur og ta er eg ekki ad ykja, tad er tafylubragd af vatninu, held ad tad se ein eda tvaer tegundir sem eru drykkjarhaefar. Tad er samt otrulegt hvad matur er mikid odyrari herna heldur en heima, vid forum utad borda med Dan tarna um daginn, strakarnir fengu ser stora nautasteik, eg fekk quesedilla og unnur kjukling, 3 storir bjorar (her er stor bjor svona 700 ml) hvitvin ,raudvin og gos, desert a alla og tad kostadi samanlagt 3700 kr,tel tad nokkud gott!

Unnur taladi um breytingar a plonum, tad gaeti bara jafnvel ordid ad veruleika, vid erum hugsanlega ad baeta Chile inn i planid lika vegna tess ad Iron Maiden og Bob Dylan en badir ad halda tonleika i Santiago 9. og 11. mars og okkur daudlangar ad fara og tegar vid forum ad skoda tad er tad ekki mikid mal og alls ekki dyrt tannig ad tad verdur skemmtilegt uppbrot a ferdinni, tadan held eg ad ad vid forum svo til Boliviu :)
I dag er svo mikil rigning ad eg hef held eg aldrei sed annad eins, trumur og eldingar og allt saman tannig ad eg held ad dagurinn i dag fari bara ad mestu i vidjoglap eda bokalestur, enda turfum vid ad vakna snemma i fyrramalid fyrir naesta ferdalag
Vona ad allir hafi tad gott, sakna ykkar allra hrikalega mikid.. !
Melkorka

Monday, February 18, 2008

Afmaelisborn dagsins....

18. februar i dag, sem thydir ad Unnz og Gunnz eiga 2ja manada afmaeli ! Sjibbyyyyy...
Annars er eg algjorlega ad fila mig herna i Buenos Aires, falleg borg og orugg ! For a minn fyrsta fotboltaleik ever i gaer, sem var bysna magnad !

Planid okkar gaeti verid ad breytast sma vegis, svo fylgist vel med a naestu dogum!!! Tatarammm..... ;)

Annars er eg buin ad henda inn NYJUM MYNDUM a myndasiduna okkar... eitthvad smavegis fra Brasiliu og fossunum. Vil taka thad fram ad eg tok skrilljon myndir vid Iguazu falls, margar mjog flottar, en svo thegar eg for ad fletta i gegnum thaer nuna til ad setja inn a siduna okkar tha fannst mer enginn vera naegilega geggud til ad syna okkur hversu geggjadir fossarnir eru... Thad er bara vegna thess ad thad er i rauninni ekki haegt ad na naegilega geggjadri mynd !

Tekkid a myndunum!!
Heyrumst sidar amigos

Buenos Aires

Sael oll saman, vid vorum ad lenda i herna i borginni i dag. Thetta er mjog fin borg bara, betri en madur kannski bjost vid en satt best ad segja vissi madur ekki vid hverju madur atti ad buast, ferdudumst alveg 1300 km a einum solahring til ad komst hingad en vorum i 12 klst af theirri ferd sem voru alveg 1000 km i einni bestu rutu sem eg hef a aevinni farid i, keyptum mida i VIP rutu thar sem hver saetarod var alveg med 2 metra utaf fyrir sig. Thad var svo haegt ad leggja saetid nidur eins og rum og thad var geggjad, thetta var betra en a saga class sko, lazyboy fyrir alla og sjonvarp og matur tvisvar og konfekt og svo endudum vid gunnar a thvi ad skala i kampavin sem okkur var bodid :) Ekki slaemt thad.

Lentum svo herna i BA um 08 i morgun og flokkudum a milli hostela i taxa thvi allt var fullt, vorum alveg i taxa i klukkutima en maelirinn var bara i 800 kalli eftir thann tima, gafum honum thvi gott tips. Fundum a endanum hostel sem vid aetlum ad gista a og verdum herna allavegana fram a fimmtudag.

Leidinlegt ad segja fra thvi en simarnir hja mer og unni virka ekki held eg, kemur bara no network... bara ad lata ad vita en thad eru tolvur utum allt herna.

Forum samt i kvold a leik med Boca Juniors gegn Angentinos Juniors, thetta var a heimaleikfangi Boca og thad var nanast fullur leikfangur, semsagt um 53.000 manns. Thvilik stemming alveg sem endadi med vìti a seinustu minutu leiksins og vard mark ur thvi og unnu Boca thvi sannfaerandi sigur 3-0. Best ad fara ad koma ser samt i hattinn nuna,

Adios Amigos

Sigginn

Friday, February 15, 2008

Don`t cry for me Argentinaaaaa.....

4 fraeknu heilsa fra Puerto Iguazu, Argentina !!!!

Komum yfir til Argentinu i gaermorgun. Tokum mjog spes rutu fra hostelinu okkar i Brasiliu og hingad yfir... bekkirnir i rutunni voru gardstolar !! En rutubilstjorinn baetti thad algjorlega upp, algjor snillingur sa madur !
Rutan for med okkur ad Iguazu thjodgardinum... og eg verd ad segja ad fossarnir eru svona 1000 sinnum flottari herna megin en Brasiliu megin !! Brasiliu megin er madur med flott utsyni yfir fossana, en Argentinu megin er madur i algjoru navigi vid tha. Fekk held eg lika halfan foss i fotin min og yfir mig alla ! hehe

Vid erum nuna i bae sem heitir Puerto Iguazu sem er alveg vid landamaeri Brasiliu og Argentinu. Og okkur er HEITT !!!!!! Alltof heitt ! Vid vitum ekki alveg hvort vid munum koma heil heim, verdum ordin ad 4 bradnudum klessum ! I dag var 35 stiga hiti... og her er engin hafgola ! Vid forum lika a annad hostel i dag til ad nota laugina thar!!

I fyrramalid forum vid svo ad fikra okkur i attina ad Buenos Aires. Tokum rutu til San Ignacio (minnir mig), fljugum svo annadhvort eda tokum rutu thadan til Buenos Aires.

Thangad til tha
Adios

Thursday, February 14, 2008

Blaut og anaegd



Vid vorum ekki blaut utaf rigningu i dag, heldur utaf thvi ad vid forum i bátaferd til ad sja fossana sem var gedveikt. Byrjudum daginn á thvi ad fara i gardinn tharna um morguninn sem er i kringum fossana, keyptum okkur nefnilega ferd herna a hostelinu med nokkrum afslaetti. Thegar thad var buid ad skutla okkur thangad tha forum vid strax i batsferdina en vid vorum keyrd thangad nidur i gegnum skoginn i daldin tima i svona kerruvognum lentum nidri hja vatninu fyrir nedan fossana, eda svona 2 km fra fossunum. Thar forum vid uppi ghummibat sem tok svona 20 manns en var med 2 x 200 hestafla motora sem var gedveikt. Thad var svo mikid af turistum ad baturinn var natturulega fullur. Vid sátum svo fremst sem var geggjad. Forum svo a geggjadri ferd uppad fossunum og stoppudum a tveimur stodum til ad taka myndir. Svo kom ad blauta partinum, hann for ekki alveg uppad staersta fossinum thvi thad vaeri bara haettulegt, forum ad adeins smaerri foss og vid forum UNDIR HANN !! sem var geggjad en vid vorum alveg blaut á ollum stodunum sem vid getum fundid a likamanum... en thad var geggjad, svo brunudum vid nidur flúdirnar aftur. Thetta var svona 25-30 min ferd.

Eftir thetta tha forum vid aftur a byrjunarstadinn og vid forum lengra inn a svaedid thar sem voru budir og veitingastadir og thadan lobbudum vid svo ad fossunum og forum uta geggjadan pall sem var alveg vel útí vatninu... Er med mynd herna til ad syna ykkur hvad vid saum... samt er thetta svo geggjad stor svaedi thar sem fossarnir eru herna og tho eg se ad syna ykkur herna myndir af tveimur stórum fossum herna tha eru their mikid fleiri og thetta var svo geggjad ad thad er ekki haegt ad lysa thvi...

Vorum tharna alveg i nokkra klukkutima en forum svo aftur a hostelid sem er meira svona Camp thvi thad er fullt af folki herna og haegt ad tjalda og allt, thad er lika sjonvarpsherbergi herna og dvd og fritt net og bar og fullt af hlutum og heill fotboltavollur... eg var i fotbolta med gunna i dag og thad voru alltaf fleiri og fleiri ad koma og vorum ad i nokkurn tima. Leidinlegt samt ad fara hedan svona fljott en vid verdum ad halda afram... Forum aftur ad fossunum a morgun en sjaum thá argentinumegin a morgun sem a vist ad vera flottara.

Vid aetlum svo ad fljuga a morgun eda hinn til Buenos Aires og hitta felaga krakkanna thar og vera thar kannski i svona 3 daga en fara svo ad fykra okkur ad boliviu med stoppum i baejum i nordurhluta argentinu... rutuferdin tekur nefnilega alveg solahring eda meira og aetlum thvi ad taka rutur en stoppa bara a 5 klst fresti sennilegast í baejum... Jaeja, thetta er ordid ágaett nuna.. Forum ad koma okkur til spaenskumaelandi lands sem folk er frekar hrifid af, annars heyrumst vid...

Adios amigos,

kvedja, Siggi

Monday, February 11, 2008

Ouro Petro og framhaldid...

Nuna er thridja deginum okkar ad ljuka herna i Ouro Petro sem thydir ¨Svart gull¨. Thad er buid ad vera mjog gaman herna thvi ad thetta er bara svona nokkud litill og rolegur baer en herna bua um 75.000 manns.

Thetta er mikid gullherad herna og vid erum buin ad skoda tvaer gullnamur herna, reyndar forum eg og unnur bara ein i adra namuna, sem vid forum i i dag. Hun var mikid staerri en su fyrri og vid thurftum ad fara i svona námubíl til ad fara nidur i hana en thad var stálvír i vagninum og okkur var slakad nidur a 120 metra dýpi en thad var 315 metra leid. Leidsogumadurinn okkar og thydandi var 19 ara polli en hann taladi mjog fina ensku. Hann sagdi medal annars ad ur namunni hefdu ad minnsta kosti komid 35 tonn ! af gulli en thad var i rauninni nokkud meira afthvi ad namumennirnir thurftu ad borga 20% i skatt af gullinu. Vid fengum meira ad segja ad sja alvoru gull sem var mjog flott. Gongin voru samtals 30km og lágu utum allt tharna nidri en vid mattum bara fara akvednar leidir.

I gaer tha forum vid i svona túr herna um baeinn thar sem vid vorum med annan leidsogumann sem syndi okkur 4 kirkjur og utskyrdi rosalega mikid fyrir okkur en hann var alveg 53 ara gamall en leit ut fyrir ad vera svona 30 ara. Hann syndi okkur medal annars kirkju sem innihelt skrautmuni og teikningar sem notad var i eitthvad um 350 kilo af gulli sem er thad annad mesta sem hefur verid notad i kirkju, hin sem er med thad mesta er i Salvador.

Thad er annars mjog gaman herna eins og eg hef sagt og hostelid var alveg fint sko, lyktin tharna inni var hinsvegar eins og i kartoflugeymslu. inni i herberginu thar sem eg og unnur vorum var samt annar gestur en vid. Thad var salamandra sem vid kolludum Sandra, hun var med okkur allan timann og var bara a veggnum en mestan timann a bakvid gardinurnar, hun var rosa saet og svona 8 cm long.

Vid erum annars ad fara til Rio aftur i kvold i 8 klst rutuferd sem eg hlakka ekki mikid til thvi mer finnst ekki gaman i rutum. Vid munum koma um 06 a morgun til rio og eigum flug til Iguazu Falls kl 11.00 sem tekur ekkert mjog langan tima. Vid aetlum ad eyda svona einum degi sitthvorum megin vid fossana og flugum svo sennilegast nidur til Buenos Aires sem a ad vera mjog fin borg.

Melkorka hitti herna kall sem er buinn ad fara nokkud oft til Brasiliu og Argentinu og hann sagdi henni fra nokkrum stodum sem vaeri gaman ad kikja a en tha eydum vid kannski ekki miklum tima i B.Aires en forum svo til einhverra litilla baea tharna i nordurhlutanum i argentinu og fikrum okkur tha ad landamaerum argentinu og boliviu. Okkur var sagt ad hofudborg boliviu se i 4km haed og vid munum tha koma til med ad fikra okkur haegt upp svo ad vid faum nu ekki haedarveiki sem a vist ekki ad vera mjog spennandi ad fa.

Annars blogga eg sennilega thegar eg er buinn ad sja fossana.

Adios amigos,

ástarkvedja til allra heima

ykkar heimsborgarasiggi

Friday, February 8, 2008

Rio de Janeiro aevintyrinu ad ljuka..

Sidasti dagurinn okkar i Rio i dag... Aetlum ad reyna ad heimsaekja tvo baeji herna rett hja a naestu dogum...man omogulega hvad their heita. Forum thvinaest ad Iguazu Falls, sem eg hlakka mjoooog til ad sja. Vid aetlum ad reyna ad sja tha Brasiliu megin og Argentinu megin.
Planid verdur svo liklega Argentina, Bolivia, Peru og aftur Brasilia til ad na fluginu til London.

Vid hofum oskop litid gert herna i Rio..verid obbodsleg rolegheit, sem er lika fint. Hofum djammad mjog mikid, enda likaminn minn farinn ad kvarta!! Og buin ad kynnast helling af skemmtilegu folki. En eg er farin ad hlakka til ad komast a ferdalag aftur med bakpokann minn.

Eg er buin ad vera dugleg ad henda reglulega inn myndum, svo thid verdid ad vera dugleg ad kikja a thaer :D

hafid thad gott heima

Tuesday, February 5, 2008

ótrúlegt...ómögulegt...sorglegt

eg og melkorka voknudum spennt i gaer og akvadum ad skella okkur i midbaeinn og fikra okkur svo naer hapunkti dagsins haegt og rolega: sambodromo. thad var kominn timi a ad skella ser og sja alvoru gedveikina sem tilheyrir carnivalinu. unnur og siggi voru thunn og aetludu ad hitta okkur seinna um daginn. vid toltum i att ad subwayinu sem er rett hja okkur og akvadum i sameiningu ad skella okkur bara beint i midbaeinn og fa okkur morgunmat thar. thegar vid hinsvegar maettum i cinelandia, sem er centrum stodin, maetti okkur sjon sem olli vonbrigdum, vid vorum stodd a svaedi thar sem ad gridarlegt gotuparti hafdi greinilega att ser stad en var nu buid og litid eftir nema leifar af kvoldinu adur. vid letum thetta samt ekki aftra okkur og tokum toltid um midbaeinn. ef einhver hefur sed myndina 28 days later og man eftir atridinu thegar adalpersonan vaknar i byrjun myndarinnar i tomri london og er ad rolta um gjorsamlega mannlausa storborgina...thannig var midbaerinn, eiginlega soldid creepy. vid fundum samt veitingastad sem var opinn og fengum okkur ad borda og letum okkur svo hverfa ur midbaenum, thad var nakvaemlega enginn tilgangur ad hanga thar.
naesta stopp var sambodromo, midstod carnival skrudgongunnar. eg bjost eiginlega vid thvi ad sja gridarstort stadium en thegar vid gengum upp ur subway stodinni blasti ekkert vid nema halfgert ghetto (eg er ad reyna ad vera godur, thetta var fullblown ghetto) og vid urdum half undrandi yfir umhverfinu. tok okkur sma tima ad atta okkur a thvi hvert vid attum ad fara en thad hafdist fyrir rest og nu var ekkert ad gera nema bida eftir unni og sigga og svo eftir ad gledin haefist...sem var meira en thremur timum fra thvi ad byrja, en eg vildi maeta snemma og vera fremst (thad atti eftir ad reynast vel ad maeta svona snemma). siggi og unnur maettu fljotlega og vid spjolludum vel og lengi vid tvo dani sem voru tharna, eg og melkorka reyndar attum langt og gott spjall vid eldri hjon sem voru endalaust kruttleg (fengum myndir og email hja theim reyndar :D) komumst ad thvi ad sonur theirra er i bandariska hernum og er stadsettur i baghdad...
svo hofust laetin
thad er ekkert i heiminum sem getur undirbuid mann fyrir thad sem hofst. thad er ekkert einu sinni nalaegt thessu sem eg man eftir i fljotu bragdi. buningarnir...vagnarnir...fjoldinn af folki...fjoldinn af mismunandi buningum og magnid af theim...ótrúlegt...ómögulegt!
thegar vid vorum buin ad stara a dyrdirnar i um 40 minutur og horfa a orugglega vel yfir 1500 manns! ganga framhja i thvilikum fjolda buninga og med tilheyrandi samba toktum og ómögulegum vognum, fekk eg sma upplysingar um hvernig thetta allt virkadi...vid vorum, eftir taepan klukkutima, eftir ad hafa horft a ALLT thetta folk i ollum thessum buningum og alla thessa storkostlegu vagna enntha bara ad horfa a fyrsta skolann...! fyrir tha sem vita thad ekki tha er skrudgangan i rio de janeiro (alveg eins og annarsstadar i brasiliu) keppni milli sambaskolanna i...jah, i hverju veit eg ekki, thvi thetta snyst ekki um dans, thad er a hreinu. hver skoli faer klukkutima til ad ferdast sambodromoid fra byrjun til enda...thad voru sjo skolar allt i allt! fyrsti var ekki buinn! thad koma myndir mjog fljotlega, treystid thvi.
thad var eftir svona 3 klukkutima sem eg vard soldid leidur, eiginlega sorgmaeddur. eg var ad horfa a folkid i kringum mig og attadi mig a thvi ad eg gaeti sed thetta en aldrei upplifad thetta eins og thau, heimamenn voru ad dansa allsstadar og syngja af thvilikri innlifun ad eg man ekki eftir ad hafa sed annad eins...melkorka ordadi thad snilldarlega: eins og ad maeta a thjodhatid og kunna engin bubbalog. nema sinnum milljon.
eftir ad hafa horft a herlegheitin i um fimm tima skelltum vid melkorka okkur heim, daudthreytt i fotunum, thad sidasta sem vid saum var gridarlegur fjoldi af heimamonnum fyrir utan sambodromoid med sitt eigid parti fyrir utan.

Sunday, February 3, 2008

Djammid i Rio

I gaer tha forum vid semsagt a djammid herna med nokkrum islendingum sem var mjog fint.

Vid byrjudum a thvi ad fa okkur ad borda heima bara um 20 leytid og hittum svo thessar thrjar internetcafe stelpur a einhverjum arabastad vid strandveginn. Vid vorum thar sennilega i svona tvo tima og vorum eitthvad ad drekka og spjalla bara. Thegar vid vorum buin ad gera upp thar tha forum vid i party sem okkur var bodid i hja odrum thremur islendingum. Byrjudum audvitad a thvi ad fara i budina og keyptum fullt af bjor og einhverju fleiru. Thegar vid komum svo i ibudina sem okkur var bodid i.. bara WOW ! Madur for upp a tiundu haed og labbadi bara beint inn i ibudina... engin gangur, bara eins og i biomyndunum. Thetta var geeedveik ibud, a efstu haed, 300 fermetrar af luxus a tveimur haedum. Thad er islendingur sem a thessa ibud en nafn hans mun ekki koma fram. Thakka theim samt fyrir skemmtilegt party tharna og ad bjoda okkur. Thegar vid vorum nu oll farin ad kynnast adeins tha akvadum vid ad fara eitthvad ut.

Vid houdum i thrja leigubila og logdum af stad a einhvern stad i einhverju hverfi. Vid endudum tha semsagt i hverfinu thar sem vid forum uta ad borfa eftir kristarferdina tharna... en thessi midi sem vid gafum leigubilstjoranum var vist nafn a einhverri hljomsveit en ekki gotu, komumst oll ad thvi tharna... sa sem ad tok nidur thetta nafn var greinilega ekki alveg ad skilja brassann sem var ad reyna ad segja einhverjum fra stodum til ad djamma. Jaeja, hvad med thad, forum a annann stad sem leit fyrst ut fyrir ad vera agaetur, rosa stor a fjorum haedum. Thegar vid komum inn tha fengum vid mida sem virkadi thannig ad thegar vid forum a barinn tha krossadi barthjonninn bara i dalka a midanum sem sagdi hvad vid hefdum verid ad drekka. Komumst lika ad thvi ad thetta var eiginlega bara billjardstadur og allt morandi i bordum tharna sem var vist verid ad loka... a efstu haedinni var eitthvad dansdot en thad kostadi alveg 25 reals ad fara thangad inn thannig ad vid gerdum thad ekki... thurftum nebbla lika ad borga fyrir ad fara inn.

Vid akvadum ad vid nenntum ekki ad vera tharna lengur og tha hofust vandraedin... thetta var heimskulegasta og faranlegasta skipulag sem eg hef a minni aefi upplifad... Vid thurftum nefnilega ad standa i bidrod i abyggilega 40 minutur eda meira til ad borga thessa mida sem vid heldum a, svo var verid ad reyna ad henda okkur utur rodinni og eitthvad kjaftaedi en thad er alveg bokad ad vid forum ekki nalaegt thessum stad aftur.

Loksins komumst vid thadan ut og tha foru gunni og melkorka heim en eg, unnur, gytha og biggi, flolk sem vid kynntumst, forum a annan stad a strondinni vid hlidina a okkar strond og vorum thar til svona 6 um morguninn og forum svo heim. Thetta var mjog skemmtilegt kvold fyrir utan thetta litla atvik tharna og mjog finir krakkar sem vid kynntumst.

Eg og unnur aetlum ad kikja eitthvad ut aftur i kvold og hitta thrja islenska krakka aftur kannski, sjaum bara til hvad gerist en nuna verd eg ad fara ad haetta og koma mer heim thvi unnur er sennilega farin ad bida.

Áte logo amigos

Heimsborgarabrasiliskisigginn

Islendingar herja a Rio de Janeiro

***********NYJAR MYNDIR**************

Thad er allt morandi i islendingum herna i Rio ! Sem mer thykir frekar fyndid, thar sem eg for i annad bakpokaferdalag 2004 og var a ferdalagi i 3 manudi og tha hittum vid ekki einn islending... en islendingarnir eru alls stadar i kringum okkur nuna.
Vid forum ut i gaerkvoldi og hittum 3 islenskar stelpur a arabiskum stad. Vid rakumst a thessar stelpur a internetcafe fyrir einhverju sidan og erum buin ad vera i email sambandi vid thaer. Svo forum vid oll saman seinna um kvoldid i party til islendinganna sem vid hittum i Guatemala... Heavy stud hja okkur..Kiktum eitthvad ut a lifid og vorum ad skrida heim kl. 6 i morgun !! Ekta islenskt djamm !!

Eg er ad DREPAST ur thynnku og veit ekki hvad eg heiti lengur, held eg heiti THUNNUR ekki Unnur !! Er tharafleidandi ekki i miklu bloggstudi... langadi bara ad henda inn myndum a myndasiduna og kasta kvedju a ykkur!

Adios amigos!!

Saturday, February 2, 2008

Carnivalid byrjad

Jaeja, nuna er Carnivalid vist byrjad og thad a eitthvad ad gerast i gotunni okkar greinilega i kvold thar sem thad er buid ad loka gotunni eiginlega nuna. Aetlum lika ad hitta adra islendinga herna a einhverjum stad a strondinni og skemmta okkur eitthvad saman, finnum svo bara utur thvi hvad vid erum svo ad fara ad gera.

Eg vaknadi annars svona um 11 leytid og for a strondin til ad na i sma brunku og eg held ad thad se ad fara ad takast. Thad var allavegana 31 stiga hiti tharna i morgun og eg svitnadi alveg i sundlaug.... thad var svo heitt.

Svo for eg i mina ferd til ad finna tattoostofu.

¨Mamma, thegar thu lest thetta tha veistu alveg ad thad eru til verri hlutir hehe en thetta er mjog fin stofa og allt hreint tharna og fint og tattooin eru ekki okeypis... thannig ad thetta er alveg god stofa :)¨

Eg er allavegana buinn ad akveda tattooid svona eiginlega og fer i thad a midvikudaginn :)

Veit annars ekki hvad er haegt ad segja meira ad svo stoddu en vid erum ekki buin ad gera mikid i dag nema melkorka og gunni foru i eitthvad Mall herna sem var vist bara ran, thad var svo dyrt. Mikid dyrara en a islandi... thad er natturulega allt dyrast nuna yfir thennan tima en vid forum ad eyda minni upphaedum thegar vid forum svo til Argentinu sem er sennilega eftir svona viku.... ekki alveg buin ad akveda thad samt.

Kvedja til ykkar snjokallar, fra bruna heimsborgaraSigga i Rio de Janeiro, Brazil.

Friday, February 1, 2008

Islensk ond a carnivalinu i Rio de Janeiro

Ja... ansi athyglisvert....
Eg sagdi ykkur fra thvi i gaer ad eg skundadi nidra strond i gaermorgun... og helt eg hefdi brunnid sma...
Kvoldid i gaer for semsagt i thad ad liggja upp i sofa og smyrja a mig Aloe Vera Gel !!! I morgun vaknadi eg og fannst eg vera eitthvad bolgin i framan, hentist inna bad og mer til mikillar skemmtunar leit eg ut eins og ond !!!!! Varirnar a mer voru svooooo bolgnar, ad eg leit ut eins og gella sem var nykomin ur misheppnadri "mig langar ad lita ut eins og Angelina Jolie" silikonadgerd !!! Svo tha hofst kaelingarvarasalva adgerdin a vorunum minum og er buin ad standa yfir i allan dag og er bolgan ad mestu leyti farin !!! sem betur fer thar sem karnivalid er ad byrja a morgun !!

Vid forum i dag upp ad jesustyttunni og i hverfi sem heitir Santa Tereza... thar var carnivalinu adeins thjofstartad og MIKID UM FOLK, MIKID UM AFENGI OG MIKID UM TONLIST. Bara gaman... En eg held ad hann siggi se ad blogga um thetta allt saman svo eg aetla ad lata eina bloggfaerslu duga um daginn i dag.

Hafid thad gott i 14stiga frostinu !!!!! her var 27 stiga hiti i dag ....
kv, Unnur Ond !

Cristur, Carnival og gott vedur

Saelir islendingar.

Eg er buinn ad sja thad ad thad er nokkud kalt tharna a klakanum hja ykkur en herna er 30 stiga hiti.... sem er mjog gaman :)

Dagurinn i dag er buinn ad vera nokkud skemmtilegur, byrjadi tho a thvi ad gunni og melkorka strunsudu utur ibudinni adur en augnlokin min nadu ad opnast en thau voru ad fara a strondina, gunni brann reyndar adeins i framan greyjid kallinn en thad eru flestir ad brenna adeins thar.


En jaeja, eg og unnur voknudum svo um 11 held eg loksins og bruninn okkar var buinn ad batna mikid. Eftir sma leit af rutu sem for ad Christ redeemer tha fundum vid hana og vorum i henni i sennilega svona 30 min. Tokum svo litla rutu fra endastod hinnar upp ad styttunni med vidkomu a einum stad a leidinni sem var svona utsynispallur. En WOW!!! Styttan var gedveik... ad thetta hafi verid byggt tharna er alveg magnad... i 709 metra haed og svo er styttan sjalf 30 metra ha, a svona palli sem var abyggilega 5 metrar... Utsynid tharna var svo geeedveikt... Yfir allt sko... Eins og thid sjaid.

Svo thegar vid vorum buin ad vera tharna i taepan klukkutima tha vorum vid ferjud aftur nidur. Fundum svo veitingastad tharna nidri sem vid fengum okkur ad borda... Eg akvad ad profa annad kjot tharna sem var betra sko en thad var samt svona eins og islenskt gullas hehe... Reyndar kviknadi i gunna tharna thegar melkorka sagdi honum ad profa einhverja gedveikt sterka sosu tharna en hann jafnadi sig alveg a thvi med timanum... enda sannur islenskur vikingur. Svo lentum vid bara i thvilikri carnival stemmingu tharna thar sem ad thad var einhver skrudganga af endalausu folki og einhver bill tharna med folki uppa i inni sem voru ad blasta tonlist. Thad var bara gaman sko. Forum svo i eitthvad sma scary fataekrarhverfi thar sem ad vid fundum leigubil sem skutladi okkur aftur heim... En thad ma alveg minnast a thad ad thegar vid vorum semsagt komin fra styttunni tharna nidur aftur tha tokum vid taxa ad thessum veitingastad tharna en kallinn sem var ad keyra okkur hann raendi okkur eiginlega hehe... let okkur borga alveg 50 reals fyrir einhverjar 15 minutur sem er mjooog mikid herna... eg fann samt daldid til med kallinum thar sem ad thad vantadi alla puttana a vinstri hendina a honum thannig ad eg vona ad thessi peningur dugi til ad hjalpa honum sma.

Samt er madur ekkert buinn ad sja mikid af betlurum herna, thad eru bara allir frekar ad selja vatn eda bjor herna til ad eignast einhvern pening.

Vid erum samt vonandi buin ad taka einhvern lit herna.... kannski eitthvad meira en bara buxnarfarid. Vid finnum okkur svo kannski einhverja buninga eda grimur fyrir Carnivalid thar sem ad thad eru flest allir med thad herna... madur vill nu ekki vera utundan.

Rakinn herna er samt nokkud mikill, madur er alltaf sveittur eiginlega og til ad koma ykkur i skilning um rakann tha thydir ekki ad opna snakk herna eda kex eda neitt nema ad borda thad bara allt a stundunni... Annars verdur thad allt svona seigt og klistrad og bragdlaust... Thad tekur venjulega doritos snakk heima svona 2 til 3 daga ad verda jafn ogedslegt eins og thad er a 5 minutum herna !! Annars er bara spad sol a morgun og godu vedri eins og er buid ad vera i dag.

Eg laet heyra i mer a morgun sennilegast eda hinn til ad commenta um thetta carnival sem byrjar a morgun. Eg lofa ad passa uppa mig herna og vid reynum ad passa uppa hvort annad :)

Kvedja fra heimsborgarasigganum

KissKiss til allra

Thursday, January 31, 2008

Vakin upp med latum !!

Folkid er buid ad bida svo mikid eftir solinni svo haegt se ad prufa Copacabana strondina ad madur er vakin upp af herforingja Sigga og manni sagt ad drifa sig nidra strond ! Jihh dudda... Madur er svo godu vanur, sefur bara til hadegis eins og madur eigi allan timann i heiminum !
En solin let loks sja sig i morgun... og vid Siggi hlupum nidra strond.. og fengum sma sol i kroppinn ! Held eg se meirad segja sma brennd !! buhuuu... og ja eg setti a mig helling af solarvorn !!!

Vildi bara lata ykkur vita ad eg var ad setja afganginn ad myndunum minum fra Guatemala a myndasiduna okkar. !!!! VEEEEEEIIIIIIIII fleiri myndir :) Tjekkid a theim...

Ps. Melkorka er lika med nyja faerslu her fyrir nedan..

2 dagar i Carnivalid

Veikindi

Jaeja ta er eg loksins adeins ad hressast...tokst ad naela mer i ogedslega flensu sem er loksins ad skana nuna...er buin ad vera med naestum tvi 39 stiga hita...beinverki og halsbolgu fyrir allann peninginn og hosta sem er ad koma nedan ur tam og eg sver ad eg er buin ad hosta ur mer maganum oftar en einu sinni....en eftir ad eg fekk bleikustu hostasaft i heiminum (sem bragdast einsog faetur) er eg oll ad koma til og er nanast hitalaus i dag...ekkert nema gott tar sem ad tad er hundleidinlegt ad hanga inni veikur i utlondum en gunni minn er buinn ad vera voda duglegur ad hjukra konunni sinni...na i mat handa mer og saekja hitt og tetta...:)
en eg heyri i vaelubilnum tannig ad eg skal haetta ad grata hehe
Vid gunni forum adan og sottum midana a karnivalid, ekki nema tveir dagar i ad tad byrji...shit tetta er otrulegt...helt aldrei ad eg myndi upplifa tetta...tetta verdur mjog magnad held eg
Tetta hverfi sem vid erum i er voda rolegt...ekki mikid ad gerast herna...aetlum ad reyna fljotlega ad hitta islendinga sem vid hittum i guatemala og eru af einskaerri tilviljun i somu gotu og vid herna i Rio
En jaeja hef ekki mikid meira ad segja tar sem ad eg hef verid innipuki seinustu daga sokum veikinda, eg gaeti hins vegar skrifad heilu bladsidurnar um tad sem eg hef verid ad horfa a i sjonvarpinu en eg efast um ad einhver nenni ad lesa tad hehe
tangad til naest
Melkorka

Wednesday, January 30, 2008

Slappleiki... Por Que ?

Eg og melkorka erum buin ad vera daldid slopp nuna en vonandi fer thad ad lagast, vid vitum samt ekkert afhverju sko, thetta er samt nakvaemlega eins og islenskt kvef og islenskur slappleiki, hann fjarar samt i burtu eftir sma tima. Vonum thad lika thvi vid erum farin ad sja fram a thad ad a fostudaginn tha erum vid ad fara til Krists herna uppi a haedinni.

Vonandi fyrir okkur sloppu islendingana er ruta sem keyrir okkur tharna upp, held ad thessi stytta se daldid langt uppi i fjalli.

Vid erum nuna i fyrsta sinn ad panta okkur Dominos pizzu herna i Rio, erum ad tjekka hvernig hun er ida vid pizzurnar a islandi... vonandi er hun allavegana betri heldur en thetta bragdlaust, seiga skosolakjot sem vid smokkudum i gaer, kjotid er semsagt ekki gott herna en vonandi er thad betra i argentinu thegar vid forum thangad, annars er maturinn herna bara godur og Sol og Skol bjorinn bara finn.

Bara adeins ad lata ykkur vita hvernig stadan er a okkur herna uti,

heyrumst

-Siggi

Tuesday, January 29, 2008

Simar i lag og islensk rigning

Eins og Gunni var ad tala um tha er buid ad rigna all svakalega i dag og thetta vedur minnir mann oneitanlega a island. Helt ad eg myndi nu ekki koma hingad til ad fara i somu fot og eg var i a islandi en thannig er thad nu bara.

Samt er buid ad vera alveg agaett nuna i dag, buin ad fara i dyragardinn herna sem svona var alveg lala, leidinlegt samt ad horfa a hvernig sum dyrin voru nu einmanna i burunum sinum. En thad voru adallega apar i thessum gardi, thad var einn api tharna sem var algjort krutt... gedveikt saetur sko. Hann var greinilega bara barn thvi hann vissi ekki alveg hvernig skottid virkadi, hann var eitthvad ad hanga i thvi og reyna ad sveifla ser sem tokst svona misvel, mjog gaman ad fylgjast med honum :)

Vid erum samt alveg svakalega dugleg ad elda okkur mat a kvoldin og fyrir matinn i kvold tha keypti eg okkar mat baldur minn... fille steik og kartoflur sem eg hlakka mjog til ad smakka.

Okkur er bodid i eitthvad party hja brasiliskum vin krakkanna og erum svona ad spa i hvort vid eigum ad fara, thurfum ad fara eitthvad i lest og eitthvad en thad hlitur allt ad reddast.

Eg og Unnur erum samt buin ad redda thessu med simana thannig ad nuna erumvid baedi komin med brasilisk numer hja simafyrirtaekinu ¨Tim¨. Laet numerid herna inn sennilegast bradum ef einhver vill hringja :)

Vid erum samt ad bida eftir godu vedri til ad fara ad Kristi herna uppi a haedinni, thad thydir ekkert ad fara thangad i rigningu thvi thad fylgir henni rosaleg thoka upp i fjollunum.

Vid forum i gaer i alveg svakalega dyra bud. Dyrara en a islandi !! Keyptum svona salsa sosu og hun kostadi 1200 isl kronur !!! tolfhundrud... thid erud ekki ad lesa vitlaust... Forum ekki aftur thangad.

Eg laet thetta kannski bara duga i dag herna ur rigningunni fra Rio en blogga aftur thegar eitthvad gerist.

Siggi

kosmiskt rettlaeti...

eg veit ekki hvad er i gangi thessar sidustu vikur, en eg er buinn ad vera oheppnasti madur i heiminum...beinlinis hrakfallabalkur...og eg er verulega ovanur thvi ad vera hrakfallabalkur.

aetli thad hafi ekki byrjad i guatemala thegar vid vorum a leidinni nidur pacaya, eldfjallid ogurlega. a leidinni nidur var ordid kolnidamyrkur og eg hamradi tanni minni i stein eins og enginn vaeri morgundagurinn, eg held ad thad hafi byrjad thad. sidan tha er eg buinn ad misstiga mig, hrasa, reka mig i (rak EYRAD a mer i skap!...hver rekur eyrad i skapa?) og nyjasta nytt...

...mer tokst ad fa einhvert ogedslegt bit i fotinn...

sumir halda ad thetta se konguloarbit, sem er ekki kul.
thetta byrjadi i honduras, a flugvellinum. eg tok eftir einhverri bolgu sem pirradi mig adeins. svo for eg i loftid og eftir svona thrja tima var foturinn a mer eins og bladra...eftir fimm tima af sjo tima fluginu var sarsaukinn obaerilegur, thad var eins og foturinn a mer vaeri ad springa og enntha tveir timar eftir. eg gafst upp eftir sex tima og taladi vid flugthjon...syndi honum fotinn a mer, sem var verulega bolginn og raudur. hann setti upp svip sem hughreysti mig ekki og retti mer verkjatoflur. hann sagdist aetla ad redda mer hjolastol thegar vid lentum thvi ad eg gat ekki einu sinni nalaegt thvi stigid i fotinn, sarsaukinn var hryllilegur. svo loksins byrjadi flugvelin ad laekka flugid og sarsaukinn minnkadi, eg veit ekki hvort ad thad hafi verid pillurnar eda thrystingsmunurinn thegar velin laekkadi flugid en eg skanadi heilan helling. svo thegar vid lentum gat eg staulast ur velinni af sjalfsdadum en foturinn var enntha eins og bladra. daginn eftir for eg i apotek og fekk frettir sem ad eg vildi ekki heyra, thetta var mjog liklega eitthvert skordyra bit og eg thyrfti ad vera a syklalyfjum naestu fjora daga...sem thydir enginn bjor i fjora daga...i rio...kosmiskt rettlaeti, thad var orugglega verid ad refsa mer fyrir eitthvad. en nuna er bolgan ad hjadna, ristin a mer er enntha eins og braudhleifur en bolgan i kringum kuluna a faetinum hefur vikid fyrir virkilega blodhleyptri hud, raudur og fjolublar blaer sem gerir fotinn minn eins og misheppnad listaverk, eins og einhver missti litina nidur.

vonandi er thetta endirinn a hrakfallasogu minni og vid faum ad njota carnivalsins i fridi...i rigningunni, ja, thad a beinlinis ad rigna herna i tvaer vikur...hendidi postkortunum i huga ykkar thar sem ad allir eru a strondinni i solinni thvi her er blautt...en heitt.

Monday, January 28, 2008

Simavandamal

Enntha vitum vid ekkert hvernig a ad hringja utur thessu landi og thad virdist ekkert virka og enginn veit neitt. Eg og Unnur aetludum svo ad kaupa okkur kort sem ad vid gaetum notad herna en tha er thad bara eitthvad vodalega erfitt og vid thurfum ad ferdast einhverjar godar vegalengdir til thess. Fundum samt loksins hradbanka til ad taka utur thannig ad thvi var bjargad.

Gaerkvoldid var annars voda kosi, eldudum okkur pizzur bara i ofninum heima i ibud sem heppnadist mjog vel i gasofninum. Svo bjuggu stelpurnar til einhverja framandi salsasosu thvi thad var ekki haegt ad finna hana herna i budum. Hun endadi a thvi ad vera ekkert god sem vid vorum oll sammala um thegar vid forum ad dyfa doritosinu i hana til ad smakka. Svo fann Gunni alveg hrugu af popptegundum, sukkulandi, lucky charms popp og osta og fleira eitthvad. Vid vorum sammala thvi ad sukkuladipoppid hafi verid lang ogedslegast enda var thvi hent og lika lucky charms poppinu, eftir thad vorum vid komin med oged a poppi eiginlega.

Horfdum svo a Once upon a time in Mexico med thessu og skoludum thessu nidur med bjor sem heitir einfaldlega bara ¨Skol¨ mjog heillandi nafn thad en agaetur a bragdid.

Forum svo ad sofa rett yfir midnaetti og voknudum i morgun vid thad ad einhverjir vinnumenn voru ad bora i veggina fyrir utan ibudina okkar... thetta byrjadi svona um kl 09 og var alveg til 11 en tha vorum vid voknud utaf havadanum sem var otholandi.

Melkorka og Gunni foru tha ad finna thvottahus til ad thvo allt draslid og thad fannst alveg en a medan tha forum eg og Unnur i banka- og simakortaleidangur.

Thad dropar svona sma i dag en er fint annars. Aetlum ad fara ad fa okkur eitthvad i svanginn nuna en kvoldid er ekkert planad, samt er carnival stemmingin svona ad byrja herna smam saman greinilega thvi i gaer tha voru vagnar med floki a ad fara eftir gotunum og folk i rodum i kringum tha ad dansa. Mjog skemmtilegt :) Verdum annars i bandi aftur fljotlega.

Astarkvedjur til allra heima og Hrefnu :* :)

Skrifad af Sigga
obrigado/obrigada

Sunday, January 27, 2008

Ferdalagid til Rio :) Fra Sigga

Jaeja, tha er Sigginn kominn til Rio og buinn ad hitta allt folkid. Thetta er buin ad vera agaetlega long leid sem byrjadi a seinkun a flugi fra islandi um nokkra klukkutima utaf vedri, eg var bara ad vona ad thvi yrdi ekki seinkad lengur en jaeja, i loftid for eg og lenti um kvoldid i london. Eg sa london augad og svona thvi eg flaug yfir that en for svo bara beint ad hitta melkorku a einhverju hoteli. Vid fengum svo 3 tima svefn that sem ad leid okkar la til lissabon kl 6 um morguninn og thurftum ad vera buion ad tjekka okkur inn daldid fyrir that. Thad flug var allt a tima og tok rett ruma tvo tima ad fluga tharna nidur eftir.

Stoppudum i lissabon i tvo og halfan tima og heldum afram til Rio i tiu tima flug... uff mer kveid sma fyrir thvi en that var ekkert svo lengi ad lida. Eg var svo heppinn allar thessar flugleidir minar ad thad var alltaf laust saeti vid hlidina sa mer og i thessari tiu tima ferd that var bara melkorka vid hlidina a mer en enginn hinum megin og svo var enginn fyrir aftan mig og enginn fyrir framan mig til ad pirra mig med ad lata saetid nidur.

Thad var alveg ser sjonvarp fyrir hvern og einn i flugvelinni og voda nice og fin saeti en svona frekar low budget myndir en that var fjarstyring fyrir thetta allt sem madur gat dregid fram ur saetisarminum sem var svaka toff sko. Thad var meira ad segja simi a hinni hlidinni a fjarstyringunni sem mig langadi mikid ad profa en eg fekk ad vita that ad hann virkadi ekki.

En vid lentum svo herna i Rio kl 20.30 ad stadartima en thad er tveimur timum a undan islandi og eg hef aldrei upplifad jafn mikla erfidleika med ad koma ser i gegnum flugvoll og herna. Thurftum fyrst ad bida i 40 min til ad komast i gegnum tjekkid inn i landid og svo var thad bidin langa eftir toskunum, that voru alveg 40 minutur, eg var farinn ad halda ad hun aetladi sko ekki ad koma en med godum og hlyjum hugsunum tha kom hun. Svo var thad onnur bid eftir thvi ad komast i gegnum tollinn tharna. En thetta heppnadist allt.

Svo beid eftir okkur kall a flugvellinum sem beindi okkur upp i taxa og okkur var skutlad fritt i ibudina sem er mjog fin. Kallinn sem tok svo a moti okkur fyriur framan thar var vodalega litill og saetur en hann syndi okkur allt i ibudinni og rukkadi okkur um seinasta peninginn sem vid attum eftir ad borga. Gaurinn var hinsvegar ad lata vid okkur eins og vid vaerum 5 ara fotlud born sem kunnum ekki neitt. Var ad syna okkur hvernig vid aettum ad kveikja a sjonvarpinu og slokkva a thvi og hvad vid kveiktum ljosin og thannig. En thad sem mer finnst mest svalt tharna thad er heita vatnid i sturtunni. Til thess ad fa heitt vatn tharna tha er semsagt svona gamalt box med gati og takka sem er beint a moti sturtunni. Vid thurfum ad snua takkanum a einhvern thrihyrning og kveikja a eldspytu og lata innum thetta gat tharna sem er allt svart og eitthvad og tha kviknar semsagt a gasinu og skrufum svo eitthvad i botn og bidum i 40 sek og tha er allt vatnid heitt i ibudinni. laet myndir inn af thessu til ad syna.

Thad er samt bara finn hiti herna, svona 26 gradur nuna og skyjad en getur vist alveg farid i 42 gradur sem er daldid heitt. Vid aetlum einmitt bara ad hafa thad kosi i kvold og elda okkur eitthvad i ibudinni thar sem thad eru allar graejur til thess thar. Erum bara nuna i leidangri til ad kaupa mat og vatn og svona naudsynjavorur.

Mig hlakkar allavegana mikid til ad vera i thessari ferd og klara hana :) En sakna samt folksins heima, sakna thin Hrefna min, mundu ad krossa i dagatalid, elska thig og alla heima, blogga bradlega aftur thegar eg hef meira ad segja en i bili, over and out :)

Tuesday, January 22, 2008

Afsloppun !!!!

Vid er ekki mikid ad gerast hja okkur thessa dagana... bara afsloppun ! Thad er eitthvad sem vid hofum ekki gert mikid af. Erum mikid a ferdinni, sem getur verid threytandi til lengdar !
Thid sjaid thetta fyrir ykkur, hiti, sol, bjor, hengirum... sungid og spilad a gitar a kvoldin.. og drukkid meira af bjor.. Eina sem madur heyrir a kvoldin thegar madur fer ad sofa eru hljodin i skordyrunum !

Vid erum semsagt i Santa Cruz vid Lago Atitlan (Atitlan vatn). Santa Cruz er bara litill baer i fjallinu en hostelid sem vid erum a er alveg vid vatnid, svo vid erum med alveg frabaert utsyni. Vatnid er lika umkringt eldfjollum.
Samkvaemt reglum hostelsins er bannad ad horfa a sjonvarpid og nota tolvurnar eftir kl. 19.00 thvi thau vilja ad allir sitji saman a kvoldin og spjalli saman. Sem mer finnst vera nokkud god regla. Vid erum buin ad kynnast fullt af folki herna.

Vid erum buin ad vera herna sidan a fostudaginn, en forum aftur til borgarinnar (Guatemala City) a morgun. Sem vid erum ekkert svakalega spennt fyrir! En ... vid NEYDUMST vist til thess til ad na fluginu okkar til Brasiliu. Melkorka leggur af stad a fimmtudaginn, en thad verdur langt ferdalag fyrir hana thar sem hun tharf ad fljuga fyrst til London og svo thadan til Brasilu. Vid Gunni hins vegar leggjum af stad a fostudaginn. Hin 4 fraeknu munu thvi oll koma saman i Rio a laugardaginn og gera allt VITLAUST !

Jaeja eg vildi bara lata vita af okkur.
Hasta luego!

Friday, January 18, 2008

Eldfjallid ogurlega

Og allir komu their aftur og enginn theirra do....

Tho svo eg hafi naestum thvi fengid hjartaafall a leidinni upp eldfjallid... tha komst eg lifs af !
Gangann upp var eins og i versta threktima ! Guidinn okkar var pinulitid klikkadur... eg held ad hann hefdi helst viljad hlaupa med okkur upp fjallid an thess ad stoppa !!

Vid forum med shuttlebus fra hotelinu okkar og eitthvad upp fjallid. Thegar vid stigum ut ur bilnum voru aepandi krakkar ad reyna ad selja okkur vasaljos og prik. (Eyrun og Sandra, thid munid eftir stelpunum i Sapa, Vietnam sem voru ad reyna ad selja okkur bambusprik!!). I fyrstu labbadi eg bara framhja theim og hugsadi.. hvad i helv... a eg ad gera vid prik og vasaljos? En thar sem allir adrir virtust vera ad festa kaup i vasaljosi og priki.. tha akvad eg ad herma. Thad kom svo i ljos thegar leid a gonguna ad thetta voru bestu kaup sem eg hef gert i allri ferdinni !
Gangan upp var soldid brott og thegar vid komum a afangastad upp a fjallinu, tha var hraunid thad hrikalegt ad eg veit ekki hvort eg hefdi getad labbad thar um an priksins !

Thegar okkur var sagt ad thad vaeri enntha rennandi hraun ur fjallinu, tha heldum vid ad madur aetti eftir ad sja thad ur einhverri fjarlaegd EN EKKI STANDA OFAN A THVI !!! Thetta var alveg magnad ad sja thetta. Thegar vid komum ad hrauninu (buin ad labba alla leidina innan um grodur) sa madur rennandi hraunid undir grjotinu sem vid lobbudum a. Og hitinn sem kom fra thvi, ufff.... ! Skornir okkar bradnudu sma... an djoks ! Vid gatum lika alveg labbad ad rennandi hrauni.. thid vitid svona eins og a af rennandi hrauni... en madur gat ekki stadid thar lengur en i svona... 10 sek thvi hitinn var gjorsamlega obaerilegur ! Madur sa folk hoppandi um allt hraunid til ad komast fra hitanum !
SVO gerdist nokkud stormerkilegt... a midju eldfjalli i Guatemala hittum vid ISLENDINGA ! thad var otrulega fyndid ad tala islensku vid eitthvad folk sem madur svona rakst a... madur er svo vanur ad tala ensku eda reyna ad gera sig skiljanlegan a spaensku.

A leidinni nidur kom vasaljosid ad mjog godum notum. Solin settist nidur thegar vid vorum upp a fjallinu og thvi kolnidamyrkur thegar vid lobbudum nidur fjallid.

A eftir erum vid ad fara til Lago Atitlan, sem a vist ad vera otrulega fallegt vatn og fullt af litlum saetum baejum vid vatnid. Vid aetlum ad fara i bae sem heitir Santa Cruz.
A sunnudaginn aetlum vid ad fara a markad i odrum bae rett hja. Sa markadur a vist ad vera sa elsti og staersti i Mid-Ameriku ! Gud hjalpi mer og veskinu minu !!!!

Hafid thad gott i ollum snjonum og brjalaedinu heima ! Vid chillum bara i solinni ;)
Adios amigos

Thursday, January 17, 2008

Fleiri myndir.....

HOLA !
Eg er ad rembast vid thad ad setja inn fleiri myndir a myndasiduna okkar... Thad hefur ekki gengid vel thar sem thad eru einhverjar framkvaemdir herna i gotunni og their eru alltaf ad taka rafmagnid af !! Sem thydir ad eg tharf alltaf ad byrja uppa nytt ad setja myndirnar inn... !! ARG !

Allavega erum ad fara eftir nokkrar minutar ad klifa virkt eldfjall... eins og melkorka var buin ad segja fra.. forum svo fra Antigua a morgun ad Lago Atitlan...

Heyrumst sidar...
Unnz

Wednesday, January 16, 2008

Antigua

Ta erum vid lent i bae rett hja borginni sem heitir Antigua. Vid tokum svokalladan chicken bus fra borginni hingad. Tad virdist ekki skipta mali hversu margir eru komnir i straetoinn,tad er alltaf hleypt meira folki inn...og eftir tad er hleypt meira folki inn. En tetta var bara 40 minutna ferd og kostadi sama og ekki neitt tannig ad madur getur ekki mikid kvartad. Vid hittum mjog indaelt par fra Sviss a leidinni. Tau bua herna i Antigua og bentu okkur a hostel til ad vera a i oruggasta hluta baejarins tannig ad vid erum mjog takklat fyrir tad. Tessi baer er myndi eg segja mesti turistabaer sem vid hofum verid i so far. Samt er hann ekki svona yfirtyrmandi..bara mjog taegilegur og saetur.
Vid skelltum okkur i dag i sma verslunarleidangur og rakumst a margt mjog flott og okkur tokst i fyrsta skiptid ad versla sma vid gunni fundum okkur loksins hengirum. Fundum halfgerdan markad sem var ekkert sma flottur...tokum nokkrar myndir af tvi sem var i bodi sem koma inn seinna...m.a jesu stoll og djoflar ad dansa i bikini.
Eg fekk fyrsta bitid mitt held eg i nott, sem eg er ekki satt med tar sem ad eg var su eina i hopnum sem var ekki med neitt bit.
Vid aetlum ad reyna ad fara a morgun i ferd uppa eldfjall sem heitir Pacaya sem er virkt, og tegar madur kemur upp ta er bara lekandi hraun, aetlum ad fara seinnipartinn med guide tannig ad ta sjaum vid solsetrid uppa fjallinu, sem verdur orugglega mjog flott.
Svo er ferdinni heitid naest til lake Atitlan sem er risastort vatn med fullt af baejum i kring. Vid erum ekki alveg buin ad akveda hvada baer verdur fyrir valinu.
Hef ekki mikid meira ad segja i bili. Hafidi tad gott a klakanum elskurnar :)
Melkorka

Myndir!

eg held ad fyrirsognin segi allt, myndirnar sem ad vid vorum buin ad lofa ykkur eru loksins komnar. eins og er eru thetta allt myndir fra mer og melkorku en unnur aetlar ad henda inn sinum myndum fljotlega...

Sunday, January 13, 2008

Hiti, moskitobit og brenndar axlir

So what else is new ?
Thad er bysna erfitt ad gera manni til geds ! I USA og a sumum stodum i Mexiko kvartadi eg undan kulda og taldi nidur dagana thar til vid kaemumst i almennilega hita !!
Jaeja, thad er nu VEL heitt thar sem vid erum nuna i Guatemala... og enn kvartar madur... yfir thessum helvitis hita !

Vid tokum rutu fra Flores (Tikal) til Rio Dulce 11.jan. Su rutuferd tok svona 4 klst. Thegar vid stigum ut ur rutunni vorum vid strax gripinn af gaurum sem seldu okkur batsferd til Livingston. Batsferdin til Livingston tok 2 klst. En thad var lika stoppad nokkrum sinnum a leidinni. Thad er svo fyndid therna i Guatemala, thegar madur fer i ferdir med guide tha lidur manni stundum eins og their (guidarnir) seu ad redda ymsum personulegum hlutum i leidinni. Eins og stoppa einhvers stadar til ad hringja eda na i eitthvad... Mjog fyndid.

Eg verd lika ad koma thvi a framfaeri ad Guatemala er rosalega fallegt land. Allt svo graent og mikill grodur. Thad er mikid buid ad vara okkur vid thvi ad vera ekki mikid ad vaeflast uti thegar thad er kominn myrkur, thvi thad er vist bara of haettulegt. Mikid af raeningjum og ruplurum herna. En thad eru allir svo vingjarnlegir og hjalpsamir ad madur a soldid erfitt med ad trua thvi ad nokkur madur vilji gera manni mein ! En vid audvitad hlydum ollum og forum ekki ut eftir myrkur... nema i gaer... en tha bara rett skutumst vid til ad fa okkur ad borda og STRAX aftur heim... Eg lofa mamma!

Hostelid sem vid erum a herna i Livingston er aedislegt. Vid kynntumst 3 strakum i batnum a leidinni hingad og akvadum vid ad elta tha... vid vorum ad visu buin ad lesa um thetta hostel i Lonely planet bokinni okkar.
Vid fengum rosalega godar mottokur thegar vid komum. Gaurinn sem tok a moti okkur sagdi okkur ad henda dotinu okkar inn i herbergi og koma svo hitta hann a barnum... sem vid gerdum. Thar tok a moti okkur annar gaur og hann settist med okkur ollum 6 vid bord og baud okkur velkomin i fjolskylduna og for svo bara yfir nokkur atridi hvad vardar hostelid og baeinn. Kl. 19 er svo kvoldmatur og tha setjast allir nidur og borda saman eins og fjolskylda. Thetta er allt mjog heimilislegt, sem er aedislegt.
Gaurinn sem a hostelid er fra Englandi, svo allir sem vinna tharna TALA ENSKU.. sem er mjog god tilbreyting thar sem folkid herna i Guatemala talar mjog litla ensku.... og eg er ekki eins god i spaenskunni og eg helt ! En thad verdur vonandi fljott ad koma !

I gaer forum vid svo i Jungletrip... sem var mjog spes ferd...
Thar sem Livingston er vid karabiska hafid tha er meirihlutinn af ibuunum herna svertingjar og mikill Bob Marley filingur herna. Eg man ekki hvad svertingjarnir eru kalladir herna, en tungumalid theirra er Garifuna.
Guidinn okkar i gaer var "Garifuna"... og ALGJOR TOFFARI ! Hann var med nokkrar gulltennur og svertingja/Jamaica taktana... Jaman...
Hann labbadi med okkur i gegnum baeinn og for svo med okkur i hverfid thar sem eingongu "Garifunar" bua. Thad er mikil fataekt thar og byr folkid halfpartinn bara i kofum. Samt voru allir svo hamingjusamir og gladir og bornin hlaupandi um uti hlaejandi glod. Sem var mjog anaegjulegt ad sja.
Svo hofst ferdin i gegnum skoginn !!! jahhhhh......!! Eg var i stuttu pilsi og sandolum vegna hitans... Eg veit ekki hversu lengi vid lobbudum ne hversu heitt var... En vid lobbudum LENGI upp og nidur moldarstiga inn i skoginum og i sjuklegum hita ! Eg var ordin half dofin af hita og hungri ! Loksins komum ad litlu vatni sem madur var ekki lengi ad hlaupa ut i til ad kaela sig ! Thadan tokum vid canoo a strondina thar sem vid fengum loksins ad borda... Allir longu daudir ur hungri !
I thessari ferd brenndi eg a mer axlirnar thar sem eg er svo mikill hardjaxl sem tharf sko ENGA SOLARVORN !
Vid klarudum ekki turinn okkar thvi eg var svo brennd og Gunni half lasinn thvi hann drakk svo litid vatn i ollum hitanum og neitadi ad hlusta a mig og Melkorku ! kjani...

Sidasti dagurinn okkar i Livingston er i dag og aetlum vid bara ad taka thvi rolega. Tokum svo rutuna til Guatemala City a morgun, gistum thar eina nott og forum thadan til Antigua.

Ps. eg er komin med flest bit.. 9 stykki... Gunni er med 1 og Melkorka ekkert ! Sem thydir ad eg er liklegust til ad fa malariu! hehehe

Heyrumst sidar. Hafid thad gott i snjonum heima... vid kannski reynum ad senda sma sol yfir til ykkar !

Adios
SKRIFAD AF UNNI (tileinkad muttu)

Friday, January 11, 2008

veggir ur raka

ad stiga ur flugvelinni i flores er reynsla sem eg mun aldrei gleyma, thad var bokstaflega eins og ad labba a vegg ur raka...eins og ad labba inni einstaklega othaegilega heitt grodurhus sem ad thu flytir ther gridarlega ut ur...nema ad grodurhusid er heill partur af landi og engin leid er ad komast thadan eda ad flyja hitann eda rakann. munurinn a loftinu i guatemala city og herna i flores er olysanlegur...eg virdist thurfa ad venjast einhverju thvi ad eg virdist vera sa eini sem svitna eins og eg se katholskur prestur a skatamoti (hohoho), eda tha ad likaminn minn er ad gera sitt besta vid ad losa mig vid fitulag eda tvo til ad adlagast hitanum thar sem ad ferdafelagar minir eru ekki beint iturvaxnir. thessi baer sem ad vid erum i er virkilega aedislegur, melkorka lysti stadnum sem ad vid gistum a bysna vel. i gaer for eg ut i sma gongutur um half tiu og thegar eg kem nidur a adal verslunargotuna kemur a moti mer litill strakur, orugglega um 4 ara, haldandi bolnum sinum upp fyrir bringu thannig ad bumban hans stod ut i loftid, hann var lika ad hlaupa eins og andskotinn vaeri a eftir honum, med bumbuna ut i loftid svona eins og born gera stundum til ad hlaupa hradar...eda thad halda thau allaveganna, thegar hann kemur ad mer hlaupandi ser hann mig, og an thess ad haegja einu sinni a ser oskrar hann "hooooooolaaaa!" thegar hann hleypur framhja mer...eg gat ekki annad gert en ad skella up ur thessari einstaklega furdulegri sjon og kalla a eftir honum a moti "hola!". svo thegar eg sny mer aftur vid eftir ad horfa a eftir thessum kruttlega strak til ad halda afram gongunni maetir mer hin hlidin a peningnum...einstaklega threytulegur svipur a eldri konu sem gekk i humatt a eftir straksa.

i dag forum vid til tikal sem ad vid erum nu buin ad utskyra hvad er bysna vel. thad sem kemur mest a ovart er thad hversu mikid af stadnum er enntha orannsakadur og hvad thad a eftir ad hreinsa mikid a stadnum...thad hinsvegar kemur fljott i ljos hversu mikid verkefni bidur theirra, frumskogurinn gjorsamlega a thetta svaedi og gleypir allt ef ad folk svo mikid sem gleymir ser i sma stund. linan a milli frunskogarins og gardsins thar sem ad rustirnar eru er alls ekki skyr, alls konar dyr rafa um gardinn, apar leika ser i trjanum (sumar lata heyra i ser, utskyri thad seinna), edlur skrida um allt og allskonar fuglasongvar, tist og skrik eru ostodvandi i trjakronunum. thegar vid komum inna svaedid um klukkan 10 i morgun maetti okkur eiginlega strax mjog svo einkennileg hljod i (ekki svo miklum) fjarska. hljodid var eins og ad tveggja metra har jaguar vaeri ad berjast vid annad alika storan jaguar...og verid vaeri ad spila upptoku ad thessum bardaga i odyrum, en havaerum graejum einhversstadar i nagrenninu. eftir ad hafa haft thetta einkennilega hljod i eyrunum i um klukkutima spurdi melkorka hvada dyr thetta vaeri eiginlega, eg sagdist ekki trua thvi ad thetta vaeri nokkud dyr, eg heldi ad thetta vaeri upptaka, hugsanlega fyrir eitthvad cheesy tourist attraction, sem vaeri verid ad loopa (spila aftur og aftur mamma hehe), eg sagdist ekki trua thvi ad nokkud dyr myndi nenna ad vekja svona athygli a ser i svona langan tima...eg atti eftir ad komast ad thvi ad eg hafdi rangt fyrir mer...um eitt leytid! eftir ad hafa labbad um allan gardinn med thetta blessada hljod i eyrunum stanslaust akvadum vid ad renna a hljodid og fundum thar fullt af folki sem stod og mundadi myndavelarnar i att ad trjatoppunum...thar var nefnilega heill hopur af oskuropum...sem hofdu verid ad oskra stanslaust i thrja tima...orugglega lengur...

thad er verid ad loka stadnum og eg tharf thvi ad fara ur tolvunni...nema ad eg vilji vera ovinsaell...a morgun forum vid til livingston, sem er gamall baer sem er byggdur ad mestu af afkomendum afriskra thraela sem strondudu i nagrenninu fyrir einhverjum hundrudum ara, engir vegir liggja til baejarins, eina leidin er med bat sem ad vid tokum fra rio dulche...reyni ad lata heyra i mer fljotlega og myndir koma um leid og vid komum til guatemala city...lofa!

bid ad heilsa ollum heima og melkorka er salsa...